Enski boltinn

Mourinho: Meiðsli Mkhitaryans virðast ekki vera alvarleg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho var ánægður með sína menn.
Mourinho var ánægður með sína menn. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir ólíklegt að Henrikh Mkhitaryan verði lengi frá keppni.

Mkhitaryan skoraði eina mark leiksins þegar United tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann meiddist hins vegar undir lok leiksins og var borinn af velli.

„Við teljum ólíklegt að meiðslin séu alvarleg. Hann verður væntanlega frá í viku. Ég óttaðist að þetta væri alvarlegt en svo virðist ekki vera,“ sagði Mourinho eftir leikinn á Old Trafford.

„Hann verður í mesta lagi frá í tvær vikur. Þetta lítur ekki út fyrir að vera alvarlegt eða erfitt viðureignar,“ bætti Portúgalinn við.

Mourinho hrósaði Mkhitaryan fyrir frammistöðu hans í leiknum í dag.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd. Hann hefur lagt hart að sér. Hann er ekki bara skapandi heldur tekur hann virkan þátt í varnarleiknum,“ sagði Mourinho stýrði United í dag til fyrsta heimasigursins í úrvalsdeildinni frá 24. september.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×