Enski boltinn

Mustafi frá í þrjár vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mustafi spilaði aðeins 25 mínútur gegn Stoke.
Mustafi spilaði aðeins 25 mínútur gegn Stoke. vísir/getty
Shkodran Mustafi, leikmaður Arsenal, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla aftan í læri.

Þýski miðvörðurinn meiddist í leik Arsenal og Stoke City í gær og fór af velli eftir 25 mínútur. Arsenal vann leikinn með þremur mörkum gegn einu.

Eftir leikinn á Emirates í gær sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, að Mustafi verði frá í þrjár vikur vegna meiðslanna.

Mustafi kom til Arsenal frá Valencia í haust og hefur verið fastamaður í liðinu síðan þá.

Mustafi hefur smellpassað inn í lið Arsenal sem er ósigrað í þeim 17 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Skytturnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×