Lífið

Kysstust til þess að mótmæla bókabanni - Myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kossarnir voru mjög innilegir eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Kossarnir voru mjög innilegir eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Vísir/Skjáskot
Ísraelska blaðið Time Out Tel Aviv reyndi nýstárlega aðferð til þess að mótmæla því að bók þar sem gyðingur og arabi eiga í ástarsambandi var bönnuð.

Gyðingar og arabar hittust og kysstust fyrir framan myndavélar blaðsins til þess að mótmæla því að menntamálaráðuneytið í Ísrael bannaði að hin áðurnefnda bók yrði kennd í skólum í Ísrael.

Alls komu 12 manns saman, sumir voru pör, aðrir vinir á meðan hinir þekktust ekki neitt. Það logar því ekki allt í deilum á milli Ísraela og Palestínu-búa sem hafa eldað saman grátt silfur áratugum saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×