Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 27-28 | Framkonur hirtu þriðja sætið af Val Anton Ingi Leifsson í Valshöllinni skrifar 7. janúar 2016 20:00 Fram skaust upp fyrir Val í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með góðum sigri á Val í leik liðanna í Valshöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir að Fram hafi verið sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Hlíðarenda í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var afar góður hjá Fram og leiddu þær eftir því í hálfleik, en í síðari hálfleik mættu heimastúlkur vel stemmdar og lokatölur urðu einungis eins marks sigur Fram, 28-27. Valur lék án síns besta leikmanns, Kristínar Guðmundsdóttur, sem tók út leikbann. Fram byrjaði af krafti og beyttu stöðunni úr 1-1 í 6-1. Flest mörk Fram voru afar auðveld; galopin línufæri, einföld klipping og mark og þar fram eftir götunum. Alfreð Erni, þjálfara Vals, var nóg boðið og tók leikhlé og við það rönkuðu hans stúlkur við sér. Í byrjun voru þær hræddar við að sækja á vörn Fram og hugsuðu greinilega of mikið um að Kristín Guðmundsdóttir, besti leikmaður Vals, væri í banni, en hún lék ekki með Val í kvöld. Aðrar virtust hræddar við að taka á skarið, en hægt og rólega fóru þær að gera það og þær minnkuðu muninn í tvö mörk 7-5. Þá hrökk Fram-vélin aftur í gang, Guðrún Ósk fór að verja í markinu og gestirnir úr Safamýrinni hertu vörnina. Þær náðu hægt og rólega að auka forskotið á ný og þegar flautað var til hálfleiks leiddu gestirnir úr Safamýri með sex mörkum, 16-10. Það var ljóst að það var á rammann reip að draga fyrir Valsstúlkur í síðari hálfleik, en þær komu á óvart án síns besta leikmanns. Valur skoraði tvö mörk í röð þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka - en þær breyttu stöðunni úr 15-23 í 17-23. Þá tók Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, leikhlé og reyndi að skerpa á leik sinna stúlkna. Fram reyndi og reyndi að slíta sig frá Val, en sóknarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir og Valsstúlkur gengu á lagið. Fram skoraði einungis tvö mörk næstu sjö mínútur gegn fimm Valsmörkum og skyndilega var munurinn orðinn fjögur mörk, 26-22, þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka. Valsstúlkur héldu áfram að minnka munininn, en mest náðu þær að minnka muninn í þrjú mörk, 28-27, en það var einungis tíu sekúndum fyrir leikslok. Nær komust þær ekki og Fram fór upp fyrir Val í þriðja sætinu með sigrinum. Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Hulda Dagsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu allar sex mörk fyrir Fram og Guðrún Ósk Maríasdóttir varði nítján skot í markinu. Gerður Arinbjarnar (sjö mörk) og Bryndísi Elín Wöhler (sex mörk) drógu vagninn fyrir Val, en Berglind Íris Hansdóttir hefur átt betri daga í markinu. Hún varði níu skot. Fram og Valur sitja því í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, þegar þrettán umferðum er lokið; Fram í því þriðja með 21 stig, en Valur í því fjórða með 20 stig.Sigurbjörg: Stefnan að koma okkur upp deildina „Við hleyptum þessu upp í einhverja óþarfa spennu þarna í lokin þrátt fyrir að ég held að við höfum alltaf verið með þetta þá var þetta algjör óþarfi að gefa svona eftir síðustu mínúturnar,” sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, við Vísi í leikslok. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel og síðan var þetta orðið dálítið þannig að við fórum að halda forystunni með því að verja eitthvað, í stað þess að halda áfram að gera það sem við vorum að gera.” „Mér fanst við gefa eftir; ekki vegna einhverja þreytumerkja heldur að við vorum að verja einhverja stöðu sem enginn ástæða var til þess að gera.” Fram spilaði mjög vel í síðari hálfleik og staðan að honum lokum var 16-10. Sigurbjörg var sammála undirrituðum að hann var vel spilaður af hálfu Fram. „Hann var mjög sterkur. Við gerðum þetta alveg eins og við ætluðum að gera þetta. Við vorum vel undirbúnar og við vissum hvað þær myndu reyna og það kom okkur ekkert á óvart. Fyrri hálfleikurinn spilaðist eins og við lögðum upp með.” Þetta var fyrsti leikur liðanna í deildinni síðan í nóvember, en bæði spiluðu þau þó í deildarbikarnum milli jóla og nýárs. Sigurbjörg segir eðlilega að það sé smá stirðleiki sjöunda janúar. „Já já, en samt getur hún ekki afsakað þessa frammistöðu hér í lokin. Það má alveg segja það, en við getum allaveganna verið ánægðar með þessi tvö stig. Það þarf þó að bæta frammistöðuna fyrir næsta leik og næstu leiki,” en Fram skaust með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar. „Það er mjög jákvætt. Stefnan eftir áramót var að koma okkur upp um deildina. Við byrjum þetta mjög vel núna og það eru mjög erfiðir leikir framundan í janúar. Það skiptir gríðarlegu miklu máli að við höldum okkur á tánum og bætum frammistöðuna jafnt og þétt,” sagði Sigurbjörg glöð að lokum, en hún átti afar góðan leik.Alfreð Örn: Eru blendnar tilfinningar „Ég er ekki ánægður með þennan leik hér í dag,” sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í leikslok. Valur byrjaði skelfilega og lenti 6-1 undir eftir einungis nokkrar mínútur og Alfreð var eðlilega ekki ánægður með það. „Ég er óánægður með byrjunina á leiknum og byrjunina á síðari hálfleik. Við spiluðum þá kafla mjög illa og við vorum engan veginn með á nótunum hvorki varnar- né sóknarlega, spiluðum framliggjandi vörn sem virkaði ekki neitt og fullt af hraðaupphlaupsbunum í bakið á okkur og allt það sem við lögðum upp með klikkaði gjörsamlega.” „Það var kafli í fyrri hálfleik, tíu til fimmtán mínútur, þar sem við komum okkur inn í leikinn og voru mjög góðar. Við vorum grátlega mörgum mörkum undir í hálfleik. Hefðum átt að koma okkur enn meira inn í leikinn.” „Í síðari hálfleik voru þetta svo síðustu fimmtán mínúturnar sem voru mjög góðar. Þá förum við að sýna í hvað liðinu býr, fáum trú á þetta, fáum hraðaupphlaup og um það snýst þessi leikur.” Value lék án Kristínar Guðmundsdóttur sem er að jafnaði besti leikmaður Vals. Alfreð veit ekki hvort að það hafi eitthvað truflað leikmenn í byrjun. „Ég veit það ekki. Eflaust hefur það eitthvað að segja, en einhvernveginn fannst mér vanta allan neista í augun sem hefur verið í vetur. Mér fannst við vera einhversstaðar annarstaðar hvort sem það er útaf Kristínu eða undirbúningnum eða einhverju öðru er erfitt að segja til um.” Alfreð er þó ánægður með að deildin sé komin af stað, en þessi leikur hafi verið blendnar tilfinningar. „Það er mjög gaman að þetta sé komið af stað aftur. Þetta eru blendnar tilfinningar; við vorum langt frá þessu á köflum, hleypum þessu upp og vorum svo grátlega nálægt þessu. Þetta er fyrsti tapleikurinn okkar á heimavelli í vetur. Það er sárt.” „Við ætlum að halda áfram og snúa þessu við og það hefst strax á laugardaginn. Þetta er svo jafnt að það þýðir ekkert að staldra of lengi við þetta. Það þarf bara að halda áfram og við þurfum að halda áfram að bæta okkar leik,” sagði Alfreð svekktur í leikslok.Sigurbjörg Jóhannsdóttir.Vísir/ErnirHulda Dagsdóttir skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum,Vísir/ErnirAlfreð Örn Finnsson.Vísir/Ernir Olís-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Fram skaust upp fyrir Val í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með góðum sigri á Val í leik liðanna í Valshöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir að Fram hafi verið sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Hlíðarenda í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var afar góður hjá Fram og leiddu þær eftir því í hálfleik, en í síðari hálfleik mættu heimastúlkur vel stemmdar og lokatölur urðu einungis eins marks sigur Fram, 28-27. Valur lék án síns besta leikmanns, Kristínar Guðmundsdóttur, sem tók út leikbann. Fram byrjaði af krafti og beyttu stöðunni úr 1-1 í 6-1. Flest mörk Fram voru afar auðveld; galopin línufæri, einföld klipping og mark og þar fram eftir götunum. Alfreð Erni, þjálfara Vals, var nóg boðið og tók leikhlé og við það rönkuðu hans stúlkur við sér. Í byrjun voru þær hræddar við að sækja á vörn Fram og hugsuðu greinilega of mikið um að Kristín Guðmundsdóttir, besti leikmaður Vals, væri í banni, en hún lék ekki með Val í kvöld. Aðrar virtust hræddar við að taka á skarið, en hægt og rólega fóru þær að gera það og þær minnkuðu muninn í tvö mörk 7-5. Þá hrökk Fram-vélin aftur í gang, Guðrún Ósk fór að verja í markinu og gestirnir úr Safamýrinni hertu vörnina. Þær náðu hægt og rólega að auka forskotið á ný og þegar flautað var til hálfleiks leiddu gestirnir úr Safamýri með sex mörkum, 16-10. Það var ljóst að það var á rammann reip að draga fyrir Valsstúlkur í síðari hálfleik, en þær komu á óvart án síns besta leikmanns. Valur skoraði tvö mörk í röð þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka - en þær breyttu stöðunni úr 15-23 í 17-23. Þá tók Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, leikhlé og reyndi að skerpa á leik sinna stúlkna. Fram reyndi og reyndi að slíta sig frá Val, en sóknarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir og Valsstúlkur gengu á lagið. Fram skoraði einungis tvö mörk næstu sjö mínútur gegn fimm Valsmörkum og skyndilega var munurinn orðinn fjögur mörk, 26-22, þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka. Valsstúlkur héldu áfram að minnka munininn, en mest náðu þær að minnka muninn í þrjú mörk, 28-27, en það var einungis tíu sekúndum fyrir leikslok. Nær komust þær ekki og Fram fór upp fyrir Val í þriðja sætinu með sigrinum. Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Hulda Dagsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu allar sex mörk fyrir Fram og Guðrún Ósk Maríasdóttir varði nítján skot í markinu. Gerður Arinbjarnar (sjö mörk) og Bryndísi Elín Wöhler (sex mörk) drógu vagninn fyrir Val, en Berglind Íris Hansdóttir hefur átt betri daga í markinu. Hún varði níu skot. Fram og Valur sitja því í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, þegar þrettán umferðum er lokið; Fram í því þriðja með 21 stig, en Valur í því fjórða með 20 stig.Sigurbjörg: Stefnan að koma okkur upp deildina „Við hleyptum þessu upp í einhverja óþarfa spennu þarna í lokin þrátt fyrir að ég held að við höfum alltaf verið með þetta þá var þetta algjör óþarfi að gefa svona eftir síðustu mínúturnar,” sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, við Vísi í leikslok. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel og síðan var þetta orðið dálítið þannig að við fórum að halda forystunni með því að verja eitthvað, í stað þess að halda áfram að gera það sem við vorum að gera.” „Mér fanst við gefa eftir; ekki vegna einhverja þreytumerkja heldur að við vorum að verja einhverja stöðu sem enginn ástæða var til þess að gera.” Fram spilaði mjög vel í síðari hálfleik og staðan að honum lokum var 16-10. Sigurbjörg var sammála undirrituðum að hann var vel spilaður af hálfu Fram. „Hann var mjög sterkur. Við gerðum þetta alveg eins og við ætluðum að gera þetta. Við vorum vel undirbúnar og við vissum hvað þær myndu reyna og það kom okkur ekkert á óvart. Fyrri hálfleikurinn spilaðist eins og við lögðum upp með.” Þetta var fyrsti leikur liðanna í deildinni síðan í nóvember, en bæði spiluðu þau þó í deildarbikarnum milli jóla og nýárs. Sigurbjörg segir eðlilega að það sé smá stirðleiki sjöunda janúar. „Já já, en samt getur hún ekki afsakað þessa frammistöðu hér í lokin. Það má alveg segja það, en við getum allaveganna verið ánægðar með þessi tvö stig. Það þarf þó að bæta frammistöðuna fyrir næsta leik og næstu leiki,” en Fram skaust með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar. „Það er mjög jákvætt. Stefnan eftir áramót var að koma okkur upp um deildina. Við byrjum þetta mjög vel núna og það eru mjög erfiðir leikir framundan í janúar. Það skiptir gríðarlegu miklu máli að við höldum okkur á tánum og bætum frammistöðuna jafnt og þétt,” sagði Sigurbjörg glöð að lokum, en hún átti afar góðan leik.Alfreð Örn: Eru blendnar tilfinningar „Ég er ekki ánægður með þennan leik hér í dag,” sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í leikslok. Valur byrjaði skelfilega og lenti 6-1 undir eftir einungis nokkrar mínútur og Alfreð var eðlilega ekki ánægður með það. „Ég er óánægður með byrjunina á leiknum og byrjunina á síðari hálfleik. Við spiluðum þá kafla mjög illa og við vorum engan veginn með á nótunum hvorki varnar- né sóknarlega, spiluðum framliggjandi vörn sem virkaði ekki neitt og fullt af hraðaupphlaupsbunum í bakið á okkur og allt það sem við lögðum upp með klikkaði gjörsamlega.” „Það var kafli í fyrri hálfleik, tíu til fimmtán mínútur, þar sem við komum okkur inn í leikinn og voru mjög góðar. Við vorum grátlega mörgum mörkum undir í hálfleik. Hefðum átt að koma okkur enn meira inn í leikinn.” „Í síðari hálfleik voru þetta svo síðustu fimmtán mínúturnar sem voru mjög góðar. Þá förum við að sýna í hvað liðinu býr, fáum trú á þetta, fáum hraðaupphlaup og um það snýst þessi leikur.” Value lék án Kristínar Guðmundsdóttur sem er að jafnaði besti leikmaður Vals. Alfreð veit ekki hvort að það hafi eitthvað truflað leikmenn í byrjun. „Ég veit það ekki. Eflaust hefur það eitthvað að segja, en einhvernveginn fannst mér vanta allan neista í augun sem hefur verið í vetur. Mér fannst við vera einhversstaðar annarstaðar hvort sem það er útaf Kristínu eða undirbúningnum eða einhverju öðru er erfitt að segja til um.” Alfreð er þó ánægður með að deildin sé komin af stað, en þessi leikur hafi verið blendnar tilfinningar. „Það er mjög gaman að þetta sé komið af stað aftur. Þetta eru blendnar tilfinningar; við vorum langt frá þessu á köflum, hleypum þessu upp og vorum svo grátlega nálægt þessu. Þetta er fyrsti tapleikurinn okkar á heimavelli í vetur. Það er sárt.” „Við ætlum að halda áfram og snúa þessu við og það hefst strax á laugardaginn. Þetta er svo jafnt að það þýðir ekkert að staldra of lengi við þetta. Það þarf bara að halda áfram og við þurfum að halda áfram að bæta okkar leik,” sagði Alfreð svekktur í leikslok.Sigurbjörg Jóhannsdóttir.Vísir/ErnirHulda Dagsdóttir skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum,Vísir/ErnirAlfreð Örn Finnsson.Vísir/Ernir
Olís-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira