Chevrolet Bolt með 320 km drægi á göturnar í ár Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 13:18 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma. Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent
Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma.
Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent