Lífið

Íslensk stúlka þótti lík khaleesi og fór á flug á Reddit

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ástrós Vera segir að hún hafi ekki séð einn Game of Thrones þátt og því þekkir hún ekki afdrif Daenerys.
Ástrós Vera segir að hún hafi ekki séð einn Game of Thrones þátt og því þekkir hún ekki afdrif Daenerys. mynd/hbo/reddit
„Þetta var á laugardaginn. Ég var að vinna, þeir komu inn, fannst ég vera lík khaleesi og vildu fá mynd af okkur vegna þess,“ segir Ástrós Vera Hafsteinsdóttir í samtali við Vísi.

Svona lítur myndin út sem fór á flug á Reddit fyrir skemmstu.
Umrædd mynd sýnir Ástrósu ásamt ferðamanni á vinnustað hennar, Public House. Ferðamaðurinn setti myndina inn á vefsíðuna Reddit.com og þar fór hún á nokkurt flug. Ástrós segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem henni er líkt við drottninguna.

Khaleesi, eða Daenerys Targeryen, er persóna í bókaflokki G.R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Eftir bókunum hafa verið gerðir sjónvarpsþættir sem eru einhverjir þeir allra vinsælustu frá upphafi en þar er Daenerys leikin af hinni bresku Emiliu Clarke.

Ástrós segir að hún hafi ekki merkt það að mjög margir hafi séð myndina. „Vinkonur mínar bentu mér á þetta en annars hefur lítið gerst. Fyrir utan að Instagramið mitt tók smá kipp.“

Ástrós hefur stundað nám í Menntaskólanum að Laugarvatni en færir sig í haust yfir í Fjölbrautarskólann við Ármúla. Hún stefnir á að skipta yfir í Menntaskólann við Hamrahlíð um áramóti. Aðspurð segist hún vilja læra sem flest tungumál og ferðast um heiminn að menntaskóla loknum.

„Frá því að ég byrjaði í menntaskóla þá hefur verið sagt við mig öðru hvoru að ég sé lík henni,“ segir Ástrós. Þrátt fyrir það þá hefur hún ekki séð einn einasta þátt af Game of Thrones og veit því ekki í hvaða ævintýrum tvífari hennar hefur lent. „Það hefur verið á listanum. Kannski ég byrji að horfa bráðum.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×