Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 1,4 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn dregst því saman um tæplega helming.
Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaðurinn 1,6 milljörðum króna, samanborið við 2,7 milljarða á sama tímabili í fyrra.
Heildartekjur námu 4,6 milljörðum króna, samanborið við 4,9 milljarða á sama tímabili í fyrra. Heildargjöld hækkuðu milli ára um rúmar 200 milljónir.
Fram kemur í tilkynningu að vátryggingarekstur hafi styrkst frá sama tíma í fyrra og frá liðnum fjórðungum. Sé litið til afkomu fyrir fyrstu níu mánuði ársins verður hún í heildina að teljast góð þar sem tjónahlutfall fer lækkandi.
Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40%

Tengdar fréttir

Hagnaður TM dregst saman um tæplega helming
TM hagnaðist um 810 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi.

Hagnaður Vís lækkar um 70%
Hagnaður af rekstri Vís nam 592 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins.