Sá gamli rúllaði öllum upp á 2.000 hestafla Lambo Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2016 15:38 Þegar menn eru orðnir 71 árs erun flestir farnir að hægja á hlutunum og taka því rólega. Það á ekki við þennan eldheita mann, Bob Helms, sem er eigandi Lamborghini Gallardo Superleggera bíls sem hann hefur látið breyta í algert orkubúnt sem sturtar út 2.000 hestöflum í malbikið. Með þeim mætti hann leiks í aksturskeppni í Bandaríkjunum og þar rúllaði hann upp hverju kraftatröllinu á fætur öðru. Í einum sigra sinna þar náði hann 346 km hraða. Það var breytingafyrirtækið Underground Racing sem breytti vélinni í bíl Bob og setti meðal annars tvær risastórar forþjöppur ofan á hana. Reyndar rifu þeir vélina í Lamborghini bílnum svo til í tætlur en blokkin í henni er upprunanleg og þolir greinilega öll þessi 2.000 hestöfl. Bob mætti á bíl sínum á Texas Speed Syndicate´s Invitational viðburðinn og í fyrstu atrennu náði hann 317 km hraða. Hann bætti svo um betur nokkrum spyrnum síðar og náði 344 km hraða en gerði svo best í úrslitakeppninni og náði 346 km hraða eftir að hafa stillt loftflæðið gegnum vélina í botn. Með því vann hann keppnina eftir að hafa gert til þess tilraun í 5 ár í röð. Það tókst þeim gamla nú í sjöttu tilraun. Sjá má spyrnur Bob Helms í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Þegar menn eru orðnir 71 árs erun flestir farnir að hægja á hlutunum og taka því rólega. Það á ekki við þennan eldheita mann, Bob Helms, sem er eigandi Lamborghini Gallardo Superleggera bíls sem hann hefur látið breyta í algert orkubúnt sem sturtar út 2.000 hestöflum í malbikið. Með þeim mætti hann leiks í aksturskeppni í Bandaríkjunum og þar rúllaði hann upp hverju kraftatröllinu á fætur öðru. Í einum sigra sinna þar náði hann 346 km hraða. Það var breytingafyrirtækið Underground Racing sem breytti vélinni í bíl Bob og setti meðal annars tvær risastórar forþjöppur ofan á hana. Reyndar rifu þeir vélina í Lamborghini bílnum svo til í tætlur en blokkin í henni er upprunanleg og þolir greinilega öll þessi 2.000 hestöfl. Bob mætti á bíl sínum á Texas Speed Syndicate´s Invitational viðburðinn og í fyrstu atrennu náði hann 317 km hraða. Hann bætti svo um betur nokkrum spyrnum síðar og náði 344 km hraða en gerði svo best í úrslitakeppninni og náði 346 km hraða eftir að hafa stillt loftflæðið gegnum vélina í botn. Með því vann hann keppnina eftir að hafa gert til þess tilraun í 5 ár í röð. Það tókst þeim gamla nú í sjöttu tilraun. Sjá má spyrnur Bob Helms í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent