Lífið

Landið, náttúran og sveitarómantíkin

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þessar kjarnakonur ætla að spila og syngja í Hlöðunni.
Þessar kjarnakonur ætla að spila og syngja í Hlöðunni.
Norðlenskar konur í tónlist - Kítón - efna til tónleikaraðar nú á haustdögum þar sem viðangsefnin eru sjór, loft og land. Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20, þá troða þær upp í Hlöðunni í Litla Garði á Akureyri og ætla að fjalla um landið, náttúruna og sveitarómantíkina.

Þær sem koma þar fram eru Ásdís Arnardóttir kontrabassi, Helga Kvam píanó, Kristjana Arngrímsdóttir söngur, Lára Sóley Jóhannsdóttir söngur og fiðla og Þórhildur Örvarsdóttir, söngur.

 Um næstu helgi ætla Kítón-konur að endurtaka þessa tónleika í Safnahúsinu á Húsavík. Það verður á föstudaginn, 28. október, klukkan 20.30. Séstakir gestir þar verða Kvennakór Húsavíkur ásamt stjónandanum Hómfríði Ben.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.