Kate Winslet og Leonardo DiCaprio heilluðu okkur fyrst upp úr skónum þegar þau léku ráðvilltu yfirstéttarstúlkuna Rose og fátæka listamanninn Jack í Titanic.
Síðan þá hafa þau ekki bara haldið áfram að heilla okkur á skjánum, saman og í sitt hvoru lagi, heldur hefur einstök vinátta þeirra í alvörunni vakið athygli.
Þau voru sérstaklega sæt saman í gær, bæði þegar þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á rauða dreglinum og eftir að ljóst var að Leo færi heim með gylltu styttuna í fyrsta sinn.

Megi Kate og Leo halda áfram að heilla okkur með vináttunni í mörg ár og vera óendanlega krúttleg saman.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af ræðunni frá því í nótt.
