Annie vann keppnina árið 2012. Hún er í viðtali ásamt þeim Katrínu Tönju og Söru Sigmundsdóttir í innslagi sem kallast Road to the Games.
Annie Mist varð að hætta keppni á leikunum í fyrra eftir að hafa ofhitnað á vellinum.
„Það hefur aldrei verið vandamál fyrir mig að keppa í hitanum en þarna brást eitthvað í líkamanum. Þetta mun ekki koma fyrir aftur, ekki séns.“
Annie segir að að íslensku stelpurnar geri hvor aðra betri. Annie fór með tökuliðinu í fræga líkamsræktarstöð hér á landi, Jakaból þar sem risar á borð við Hafþór Júlíus Björnsson verða til.
„Hafþór hjálpar mér mikið með æfingar sem krefjast mikils styrks. Hafþór er einn sterkasti maður heims og það er gott að vinna með honum,“ segir Annie Mist.
„Hún er ótrúleg, alveg ótrúlegur íþróttamaður,“ segir Hafþór Júlíus um Annie Mist.
Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni.