75 ára afmælisútgáfa Jeep Wrangler Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 10:27 75 ára afmælisútgáfan. Þann 15. júlí varð Jeep jeppinn 75 ára og í tilefni af því framleiddi Jeep afmælisútgáfu af bílnum góða sem er glettilega líkur fyrstu útgáfu bílsins en öllu betur búinn samt. Árið 1941 samdi Jeep við Bandarísk yfirvöld um framleiðslu 18.000 eintaka af þessum bíl til notkunar fyrir herinn og kostaði hvert eintak af bílnum 749 dollara, eða ríflega 90.000 krónur. Þessi bíll var ekki með hurðum, líkt og afmælisútgáfan nú. Né heldur er bílinn með svokallaðan B-póst fyrir aftan framsætisfarþega svo að burðurinn í rammanum utanum framrúðuna þarf að vera sterkur og er í raun eina vörnin ef bíllinn veltur. Afmælisútgáfan er með öllu sterkari vél en frumgerðin, eða 3,6 lítra Pentastar V-6 sem tengd er við 6 gíra beinskiptingu. Bíllinn er sprautaður í alveg sama græna herlitnum og frumgerðin og yfirbygging bílsins er einkar lík frumgerðinni. Afmælisútgáfan verður til sölu fyrir almenning, en ekki kemur fram hvað hún mun kosta. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent
Þann 15. júlí varð Jeep jeppinn 75 ára og í tilefni af því framleiddi Jeep afmælisútgáfu af bílnum góða sem er glettilega líkur fyrstu útgáfu bílsins en öllu betur búinn samt. Árið 1941 samdi Jeep við Bandarísk yfirvöld um framleiðslu 18.000 eintaka af þessum bíl til notkunar fyrir herinn og kostaði hvert eintak af bílnum 749 dollara, eða ríflega 90.000 krónur. Þessi bíll var ekki með hurðum, líkt og afmælisútgáfan nú. Né heldur er bílinn með svokallaðan B-póst fyrir aftan framsætisfarþega svo að burðurinn í rammanum utanum framrúðuna þarf að vera sterkur og er í raun eina vörnin ef bíllinn veltur. Afmælisútgáfan er með öllu sterkari vél en frumgerðin, eða 3,6 lítra Pentastar V-6 sem tengd er við 6 gíra beinskiptingu. Bíllinn er sprautaður í alveg sama græna herlitnum og frumgerðin og yfirbygging bílsins er einkar lík frumgerðinni. Afmælisútgáfan verður til sölu fyrir almenning, en ekki kemur fram hvað hún mun kosta.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent