Tómas fékk fjallgönguæði og hefur misst 30 kíló: „Var of feitur og andlega þreyttur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2016 10:30 Tómas Meyer hefur algjörlega breytt um lífstíl. „Ég var of feitur og andlega þreyttur. Pirraður enda meðvitaður um sjálfan mig þó svo ég hafi staðið í þeirri trú að þetta væri bara allt í lagi,“ segir hinn 42 ára Tómas Meyer sem ákvað fyrir rúmlega ári síðan að breyta um lífstíl. Núna hefur hann gengið 82 sinnum á fjöll og fer reglulega í líkamsrækt. Hann hefur í kjölfarið misst töluvert magn af kílóum og er í raun gjörbreyttur í útliti. „Ég var orðinn þreyttur á að hlusta á fólk vera að benda mér góðfúslega að ég ætti kannski að fara að gera eitthvað í mínum málum. Fannst þetta bara ekkert vera þeirra mál en sem betur fer þá síaðist þetta inn og ferlið hófst fyrir alvöru og ég hefði mátt byrja miklu fyrr og ég veit það.“ Tómas segir að botninum hafi verið náð þegar hann passaði ekki lengur í fötin sín. „Ég ákvað þá að stíga á vigtina og sjá hvar ég stæði enda verið með ofnæmi fyrir baðvigt og ekki farið á þannig tæki í mörg ár. Ég var að nota stór númer og þurfti stærra. Þarna var komið ákveðið hugsun í gang hjá mér en ég byrjaði samt ekki strax gera eitthvað í þessu. Þetta hófst allt 7. október 2015. Ég var nýkominn heim úr vinnu og settist fyrir framan sjónvarpið þar sem þáttur var að byrja með Nágrönnum. Fyrsta atriðið í þessum þætti var fólk á öllum aldri í sundlaug. Ég tók eftir hvað allt þetta fólk var vel á sig komið og áður en atriðinu lauk var ég búinn að slökkva á sjónvarpinu og ná í æfingafötin og lagður af stað í ræktina.“ Tómas segist hafa tekið mynd á Snapchat sem stóð á 1/300. „Þetta átti að vera fyrsti dagur af 300 og svo sjáum við til með hvar ég myndi standa eftir það. Ég tók þetta föstum tökum strax frá byrjun. Fékk tvo einkaþjálfara til að fara yfir þetta með mér,“ segir Tómas og þakkar í leiðinni þeim Guðmundi Ágústssyni og Hilmari Erlendssyni.Hefur farið í 82 fjallgöngur síðan í maí.„Orkan var nánast bara vinnutíminn en er núna svo miklu meiri. Líðan mín er mjög góð. Úthaldið er gott og öll andleg hugsun er allt önnur og betri. Maður er jákvæður og ég hlakka til þess sem bíður. Ég veit líka hvernig staðan á mér var og þangað langar mig ekkert aftur. Ég er til dæmis byrjaður að dæma handbolta eftir fimmtán ára fjarveru. Var á sínum tíma í efstu deild en núna er ég allavega byrjaður aftur og hef gaman af þó svo ég sé bara að flauta hjá unglingaflokkum upp í Kaplakrika, við sjáum hvað setur með það. Svo er gítarinn minn kominn í rétta stöðu þegar ég er með hann, ekki á hlið eða tvo metrar fyrir framan,“ segir Tómas og hlær. Hann segir að mynd á Facebook hafi hvatt hann áfram. „Það hafði mjög mikil áhrif að þegar ég var búinn að gera þetta í sjö mánuði setti ég innslag á Facebook og myndir og viðbrögðin voru svo góð og hvetjandi og þegar eitt ár var liðið gerði ég það einnig og öll þessi hlýu orð og hvatning jók bara áhuga minn að gera enn betur og vill ég þakka þessu fólki kærlega fyrir, því þau höfðu áhrif.“Þvílík breyting.Tómas segist ætla halda þessum lífstíl áfram. „Svo hefur maður aðstoðað fólk sem hefur komið á máli við mig og vilja gera það sama. Það eitt gefur meira en nokkuð annað. Ég er engin fræðimaður í þessu eða fagmaður en ég hef reynslu af sjálfum mér og ef það nýtist fólki þá er ég sáttur. Ég ráðlegg fólki bara að setja sér markmið, skrifa þau niður og fara eftir þeim. Setja sér svo ný eftir ákveðin tíma en að allt sé í sömu átt. Taka öllum ráðum með fyrirvara en prófa þau því það er ekki ein regla fyrir allt og við erum mismunandi.“ Tómas hefur lést um þrjátíu kíló og bætt töluvert af vöðvamassa á sig. Hann var 135 kíló og er í dag 105. „Ég tel mig vera góðan þegar ég næ í tveggja stafa tölu og það er mjög stutt í það. Ég hef tvisvar þurft að taka til í fataskápnum mínum og gefa föt frá mér. Ég kalla það nú bara lúxusvandamál.“ Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Ég var of feitur og andlega þreyttur. Pirraður enda meðvitaður um sjálfan mig þó svo ég hafi staðið í þeirri trú að þetta væri bara allt í lagi,“ segir hinn 42 ára Tómas Meyer sem ákvað fyrir rúmlega ári síðan að breyta um lífstíl. Núna hefur hann gengið 82 sinnum á fjöll og fer reglulega í líkamsrækt. Hann hefur í kjölfarið misst töluvert magn af kílóum og er í raun gjörbreyttur í útliti. „Ég var orðinn þreyttur á að hlusta á fólk vera að benda mér góðfúslega að ég ætti kannski að fara að gera eitthvað í mínum málum. Fannst þetta bara ekkert vera þeirra mál en sem betur fer þá síaðist þetta inn og ferlið hófst fyrir alvöru og ég hefði mátt byrja miklu fyrr og ég veit það.“ Tómas segir að botninum hafi verið náð þegar hann passaði ekki lengur í fötin sín. „Ég ákvað þá að stíga á vigtina og sjá hvar ég stæði enda verið með ofnæmi fyrir baðvigt og ekki farið á þannig tæki í mörg ár. Ég var að nota stór númer og þurfti stærra. Þarna var komið ákveðið hugsun í gang hjá mér en ég byrjaði samt ekki strax gera eitthvað í þessu. Þetta hófst allt 7. október 2015. Ég var nýkominn heim úr vinnu og settist fyrir framan sjónvarpið þar sem þáttur var að byrja með Nágrönnum. Fyrsta atriðið í þessum þætti var fólk á öllum aldri í sundlaug. Ég tók eftir hvað allt þetta fólk var vel á sig komið og áður en atriðinu lauk var ég búinn að slökkva á sjónvarpinu og ná í æfingafötin og lagður af stað í ræktina.“ Tómas segist hafa tekið mynd á Snapchat sem stóð á 1/300. „Þetta átti að vera fyrsti dagur af 300 og svo sjáum við til með hvar ég myndi standa eftir það. Ég tók þetta föstum tökum strax frá byrjun. Fékk tvo einkaþjálfara til að fara yfir þetta með mér,“ segir Tómas og þakkar í leiðinni þeim Guðmundi Ágústssyni og Hilmari Erlendssyni.Hefur farið í 82 fjallgöngur síðan í maí.„Orkan var nánast bara vinnutíminn en er núna svo miklu meiri. Líðan mín er mjög góð. Úthaldið er gott og öll andleg hugsun er allt önnur og betri. Maður er jákvæður og ég hlakka til þess sem bíður. Ég veit líka hvernig staðan á mér var og þangað langar mig ekkert aftur. Ég er til dæmis byrjaður að dæma handbolta eftir fimmtán ára fjarveru. Var á sínum tíma í efstu deild en núna er ég allavega byrjaður aftur og hef gaman af þó svo ég sé bara að flauta hjá unglingaflokkum upp í Kaplakrika, við sjáum hvað setur með það. Svo er gítarinn minn kominn í rétta stöðu þegar ég er með hann, ekki á hlið eða tvo metrar fyrir framan,“ segir Tómas og hlær. Hann segir að mynd á Facebook hafi hvatt hann áfram. „Það hafði mjög mikil áhrif að þegar ég var búinn að gera þetta í sjö mánuði setti ég innslag á Facebook og myndir og viðbrögðin voru svo góð og hvetjandi og þegar eitt ár var liðið gerði ég það einnig og öll þessi hlýu orð og hvatning jók bara áhuga minn að gera enn betur og vill ég þakka þessu fólki kærlega fyrir, því þau höfðu áhrif.“Þvílík breyting.Tómas segist ætla halda þessum lífstíl áfram. „Svo hefur maður aðstoðað fólk sem hefur komið á máli við mig og vilja gera það sama. Það eitt gefur meira en nokkuð annað. Ég er engin fræðimaður í þessu eða fagmaður en ég hef reynslu af sjálfum mér og ef það nýtist fólki þá er ég sáttur. Ég ráðlegg fólki bara að setja sér markmið, skrifa þau niður og fara eftir þeim. Setja sér svo ný eftir ákveðin tíma en að allt sé í sömu átt. Taka öllum ráðum með fyrirvara en prófa þau því það er ekki ein regla fyrir allt og við erum mismunandi.“ Tómas hefur lést um þrjátíu kíló og bætt töluvert af vöðvamassa á sig. Hann var 135 kíló og er í dag 105. „Ég tel mig vera góðan þegar ég næ í tveggja stafa tölu og það er mjög stutt í það. Ég hef tvisvar þurft að taka til í fataskápnum mínum og gefa föt frá mér. Ég kalla það nú bara lúxusvandamál.“
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp