Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 12:56 Sjálfsagt brá mörgum við þessa sjón. Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016 Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016
Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13