Bíó og sjónvarp

Meðlimir Of Monsters and Men eitursvalir á heimsfrumsýningu Game of Thrones

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þau Brynjar, Ragnar og Nanna voru stórglæsileg á gráa dreglinum í gær.
Þau Brynjar, Ragnar og Nanna voru stórglæsileg á gráa dreglinum í gær. Vísir/Getty
Líkt og kunnugt er leika meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men örlítið hlutverk í sjöttu seríu Game of Thrones sem frumsýnd verður í lok apríl. Í gær fengu helstu stjörnur og aðstandendur þáttanna forsmekk að herlegheitunum þegar haldin var sérstök heimsfrumsýning á fyrsta þætti seríunnar. Þar voru meðlimir Of Monsters and Men mættir.

Þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallson og Brynjar Leifsson voru svartklædd á rauða dreglinum sem í þetta sinn var reyndar grár. Þau voru í góðum félagsskap í Los Angeles í gær enda voru helstu stjörnur þáttanna mættar á frumsýninguna, má þar nefna Emilia Clarke (Daenerys Targaryen), Peter Dinklage (Tyrion Lannister), Nikolaj Coster-Waldau (Jaime Lannister) en athygli vakti að Kit Harrington sem leikur Jon Snow var hvergi sjáanlegur.

Sjá einnig: Hver er söguhetja Game of Thrones?

Sjöttu seríu Game of Thrones er beðið með mikilli eftirvæntingu víða um heim en hún verður frumsýnd í bandarísku sjónvarpi þann 24. apríl næstkomandi. Lítið sem ekkert hefur lekið út um efni sjöttu seríunnar. Fjölmiðlar hafa ekki fengið eintök af þáttunum til umfjöllunar líkt en framleiðendur þáttanna vilja koma í veg fyrir að þeim sé lekið á netið líkt og gerðist fyrir frumsýningu fimmtu seríu þáttanna.

Sjötta þáttaröð Game of Thrones hefst á HBO aðfaranótt mánudagsins 25. apríl. Þættirnir verða sýndir samtímis á Stöð 2. Þá er hægt að nálgast fyrri þáttaraðir á Stöð 2 maraþon.

Hér að neðan má sjá stiklu úr sjöttu seríu Game of Thrones


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×