Cadillac vill loka 43% söluumboða sinna Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 12:15 Eitt af umboðum Cadillac í Bandaríkjunum. Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac hefur hug á því að loka 43% af þeim söluumboðum sem selja Cadillac bíla vestanhafs, eða 400 umboðum samtals. Þessi söluumboð seldu öll minna en 50 Cadillac bíla í fyrra og Cadillac hefur boðið eigendum þeirra 100.000 til 180.000 dollara eingreiðslu ef þeim verður lokað. Þessi 43% af söluumboðum Cadillac seldu einungis 9% af þeim Cadillac bílum sem seldust í Bandaríkjunum í fyrra og skipta því litlu máli fyrir heildarsölu Cadillac, en kosta aftur á móti Cadillac skildinginn. Cadillac er með mun fleiri söluumboð á hvern seldan bíl en samkeppnisaðilar þess og mörg af þessum söluumboðum eru að selja aðrar bílgerðir en Cadillac. Cadillac hefur hinsvegar hug á því að allir söluaðilar þess selji eingöngu Cadillac bíla. Í nýrri aðgerðaráætlun Cadillac ætlar fyrirtækið að skipta söluumboðunum uppí 5 flokka og ræðst afsláttur á Cadillac bílum til þeirra af því hve marga bíla þau selja á hverju ári. Mörg smærri söluumboð Cadillac bíla eru ekki hrifin af þessum áformum og því hefur Cadillac boðist til þess að greiða þeim fyrir að hætta sölu Cadillac bíla. Söluumboðin hafa til loka ársins 2017 til að gera upp hug sinn hvort þau ætla að hætta að selja Cadillac bíla og þiggja eingreiðsluna frá Cadillac. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac hefur hug á því að loka 43% af þeim söluumboðum sem selja Cadillac bíla vestanhafs, eða 400 umboðum samtals. Þessi söluumboð seldu öll minna en 50 Cadillac bíla í fyrra og Cadillac hefur boðið eigendum þeirra 100.000 til 180.000 dollara eingreiðslu ef þeim verður lokað. Þessi 43% af söluumboðum Cadillac seldu einungis 9% af þeim Cadillac bílum sem seldust í Bandaríkjunum í fyrra og skipta því litlu máli fyrir heildarsölu Cadillac, en kosta aftur á móti Cadillac skildinginn. Cadillac er með mun fleiri söluumboð á hvern seldan bíl en samkeppnisaðilar þess og mörg af þessum söluumboðum eru að selja aðrar bílgerðir en Cadillac. Cadillac hefur hinsvegar hug á því að allir söluaðilar þess selji eingöngu Cadillac bíla. Í nýrri aðgerðaráætlun Cadillac ætlar fyrirtækið að skipta söluumboðunum uppí 5 flokka og ræðst afsláttur á Cadillac bílum til þeirra af því hve marga bíla þau selja á hverju ári. Mörg smærri söluumboð Cadillac bíla eru ekki hrifin af þessum áformum og því hefur Cadillac boðist til þess að greiða þeim fyrir að hætta sölu Cadillac bíla. Söluumboðin hafa til loka ársins 2017 til að gera upp hug sinn hvort þau ætla að hætta að selja Cadillac bíla og þiggja eingreiðsluna frá Cadillac.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent