Jafnvægið og innviðirnir Hafliði Helgason skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða ákvörðun kjararáðs um laun stjórnmálamanna. Ákvörðunin og viðbrögðin við henni tala sínu máli og eru áminning um það hversu mikilvægt er að huga að jafnvægi þegar ákvarðanir eru teknar. Á komandi kjörtímabili mun verða mikil þörf fyrir jafnvægiskúnstir til að halda sér á línu hagsældar og stöðugleika. Á sama tíma og svigrúm í hagkerfinu er uppurið, stöndum við frammi fyrir syndum fortíðar í uppbyggingu innviða. Í dag kemur út skýrsla sem fjármálafyrirtækið Gamma hefur gert um fjárfestingu í innviðum og fjallað er um í Markaðnum sem fylgir blaðinu í dag. Skýrslan er afar áhugaverð og frábært innlegg í þarfa umræðu um nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Fjárfestingar í innviðum eru einhver arðbærustu verkefni sem samfélög geta ráðist í. Innviðirnir styðja við aðra verðmætasköpun samfélagsins og skapa ný tækifæri til framtíðar. Hér er bæði átt við efnahagslega innviði og samfélagslega innviði. Í skýrslu Gamma er sjónum beint að efnahagslegum innviðum svo sem samgöngum, orkuframleiðslu og flutningum og fjarskiptum. Fyrir liggur gríðarleg þörf fyrir að auka slíka fjárfestingu og er uppsöfnuð þörf ein og sér 230 milljarðar króna. Þar við bætist svo þörf á næstu árum til að fylgja eðlilegri uppbyggingu. Við núverandi kringumstæður þarf ríkið á næstu árum að skila afgangi. Krónan styrkist og enn sem komið er eru engin teikn um veikingu hennar í bráð. Á síðustu árum hafa erlendir sjóðir aukið mjög fjárfestingar í uppbyggingu innviða. Slík verkefni henta vel langtímafjárfestum. Um tíma var á teikniborðinu slíkur sjóður meðal nokkurra lífeyrissjóða, en ekki varð af stofnun hans. Aðkoma fagfjárfesta að innviðaverkefnum er í senn æskileg og skynsamleg. Fram kemur í skýrslunni að fjárfestar gera ekki háa ávöxtunarkröfu þegar kemur að slíkum fjárfestingum og vextir eru sögulega lágir. Ýmsar leiðir eru færar í því að einkaaðilar komi að slíkum fjárfestingum. Hvalfjarðargöngin eru dæmi um slíkt. Á Norðurlöndum hafa víða verið farnar blandaðar leiðir í fjármögnun innviðaverkefna með góðum árangri. Til þess að skapa skilyrði fyrir slíkt þyrfti lagaumgjörð að vera skýr. Nærtækt er að horfa til Norðurlandanna í þeim efnum og skapa skynsamlega umgjörð utan um verkefni, þar sem fagfjárfestar taka áhættu af þeim í stað skattborgara. Fjölmörg verkefni falla vel að þessu. Nærtækast er að horfa á mikla fjárfestingarþörf flugstöðvarinnar og bráðnauðsynlegar fjárfestingar í flutningsneti orku. Ekki má heldur gleyma að slík verkefni krefjast undirbúnings og því þarf ný ríkisstjórn og þing þegar að skapa skynsamlegan lagaramma til að grípa tækifærin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða ákvörðun kjararáðs um laun stjórnmálamanna. Ákvörðunin og viðbrögðin við henni tala sínu máli og eru áminning um það hversu mikilvægt er að huga að jafnvægi þegar ákvarðanir eru teknar. Á komandi kjörtímabili mun verða mikil þörf fyrir jafnvægiskúnstir til að halda sér á línu hagsældar og stöðugleika. Á sama tíma og svigrúm í hagkerfinu er uppurið, stöndum við frammi fyrir syndum fortíðar í uppbyggingu innviða. Í dag kemur út skýrsla sem fjármálafyrirtækið Gamma hefur gert um fjárfestingu í innviðum og fjallað er um í Markaðnum sem fylgir blaðinu í dag. Skýrslan er afar áhugaverð og frábært innlegg í þarfa umræðu um nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Fjárfestingar í innviðum eru einhver arðbærustu verkefni sem samfélög geta ráðist í. Innviðirnir styðja við aðra verðmætasköpun samfélagsins og skapa ný tækifæri til framtíðar. Hér er bæði átt við efnahagslega innviði og samfélagslega innviði. Í skýrslu Gamma er sjónum beint að efnahagslegum innviðum svo sem samgöngum, orkuframleiðslu og flutningum og fjarskiptum. Fyrir liggur gríðarleg þörf fyrir að auka slíka fjárfestingu og er uppsöfnuð þörf ein og sér 230 milljarðar króna. Þar við bætist svo þörf á næstu árum til að fylgja eðlilegri uppbyggingu. Við núverandi kringumstæður þarf ríkið á næstu árum að skila afgangi. Krónan styrkist og enn sem komið er eru engin teikn um veikingu hennar í bráð. Á síðustu árum hafa erlendir sjóðir aukið mjög fjárfestingar í uppbyggingu innviða. Slík verkefni henta vel langtímafjárfestum. Um tíma var á teikniborðinu slíkur sjóður meðal nokkurra lífeyrissjóða, en ekki varð af stofnun hans. Aðkoma fagfjárfesta að innviðaverkefnum er í senn æskileg og skynsamleg. Fram kemur í skýrslunni að fjárfestar gera ekki háa ávöxtunarkröfu þegar kemur að slíkum fjárfestingum og vextir eru sögulega lágir. Ýmsar leiðir eru færar í því að einkaaðilar komi að slíkum fjárfestingum. Hvalfjarðargöngin eru dæmi um slíkt. Á Norðurlöndum hafa víða verið farnar blandaðar leiðir í fjármögnun innviðaverkefna með góðum árangri. Til þess að skapa skilyrði fyrir slíkt þyrfti lagaumgjörð að vera skýr. Nærtækt er að horfa til Norðurlandanna í þeim efnum og skapa skynsamlega umgjörð utan um verkefni, þar sem fagfjárfestar taka áhættu af þeim í stað skattborgara. Fjölmörg verkefni falla vel að þessu. Nærtækast er að horfa á mikla fjárfestingarþörf flugstöðvarinnar og bráðnauðsynlegar fjárfestingar í flutningsneti orku. Ekki má heldur gleyma að slík verkefni krefjast undirbúnings og því þarf ný ríkisstjórn og þing þegar að skapa skynsamlegan lagaramma til að grípa tækifærin.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun