Nál, vinir og heimagert húðflúr Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2016 10:00 Gréta Þorkelsdóttir hefur verið dugleg við að pota á sig tattúum. Vísir/GVA Stick and poke er tegund húðflúrs sem hefur orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið en aðferðin er þó ævagömul og einföld. Með stick and poke má með nokkuð auðveldum máta koma hugmynd að einföldu húðflúri á húðina strax og án nokkurra málalenginga. „Ég hafði alltaf teiknað tattúin mín og svo fengið aðra til að útfæra þau á mig, en svo fattaði ég að stick and poke leit ekkert út fyrir að vera erfitt, ég gæti pottþétt alveg gert það sjálf. Af nálinni stafaði ekki sama hætta og alvara og af vélinni. Vinkona mín átti græjurnar og hún kenndi mér. Svo gerði ég það bara. Einfaldari leið,“ segir Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður.Hamborgari og tönn, af hverju ekki? Fréttablaðið/GVA„Hugmynd getur strax orðið að veruleika. Ég byrjaði á nokkrum táknum á puttunum og stól á ökklanum. Svo hamborgara. Svo tönn. Ég vaknaði um daginn og hugsaði: „Mig langar í prentara á fótinn,“ þannig að ég teiknaði prentara og setti hann bara á fótinn. Svo hugsaði ég: „mig langar í pappír sem er á leiðinni í prentarann!“ og bætti því við. Af hverju ekki?“ svarar Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður sem hefur verið að prófa sig áfram með stick and poke, þegar hún er spurð að því hvernig hún hafi leiðst út í þessa tegund húðflúrs. Eru margir að gera þetta á Íslandi? „Ég veit um nokkra en ekki hver útbreiðslan er í öðrum hópum.“Gréta byrjaði á nokkrum táknum á fingurna. Fréttablaðið/GVAEr fagurfræðileg ástæða fyrir því að fólk fær sér þessa týpu af tattúi frekar en á stofu/gert með vél?„Ég held að það sé gert af mörgum mismunandi ástæðum og að fagurfræðin spili inn í það. En þessi aðferð er klárlega hrárri. Þetta getur líka verið miklu óformlegra og persónulegra, að teikna upp vinatattú og gera það á hvort annað. Það er ekki hljóð úr neinni vél eða neitt óþægilegt í umhverfinu. Bara nál, vinir og kannski skemmtileg bíómynd sem er horft á á meðan.“ Er ekki drullustressandi að teikna á skinnið á einhverjum? „Það var alveg smá stressandi fyrst, en ekki lengur. Svo er líka málið að gera bara það sem maður treystir sér til – þetta þarf ekki að vera fullkomið.“Gréta er með prentara á fætinum, en hún vaknaði einn morguninn með þá hugmynd og réðst strax í að flúra prentarann á sig. Fréttablaðið/GVASpurð hvort heilbrigðiseftirlitið hafi eitthvað skipt sér af hló Gréta bara, hvernig sem svo má skilja það.Shitty city er nafnlaus nálari sem gaf Fréttablaðinu leyfi til að nota myndir af verkum sínum. Mynd/Shitty CityMynd/Shitty CityMynd/Shitty City Húðflúr Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Stick and poke er tegund húðflúrs sem hefur orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið en aðferðin er þó ævagömul og einföld. Með stick and poke má með nokkuð auðveldum máta koma hugmynd að einföldu húðflúri á húðina strax og án nokkurra málalenginga. „Ég hafði alltaf teiknað tattúin mín og svo fengið aðra til að útfæra þau á mig, en svo fattaði ég að stick and poke leit ekkert út fyrir að vera erfitt, ég gæti pottþétt alveg gert það sjálf. Af nálinni stafaði ekki sama hætta og alvara og af vélinni. Vinkona mín átti græjurnar og hún kenndi mér. Svo gerði ég það bara. Einfaldari leið,“ segir Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður.Hamborgari og tönn, af hverju ekki? Fréttablaðið/GVA„Hugmynd getur strax orðið að veruleika. Ég byrjaði á nokkrum táknum á puttunum og stól á ökklanum. Svo hamborgara. Svo tönn. Ég vaknaði um daginn og hugsaði: „Mig langar í prentara á fótinn,“ þannig að ég teiknaði prentara og setti hann bara á fótinn. Svo hugsaði ég: „mig langar í pappír sem er á leiðinni í prentarann!“ og bætti því við. Af hverju ekki?“ svarar Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður sem hefur verið að prófa sig áfram með stick and poke, þegar hún er spurð að því hvernig hún hafi leiðst út í þessa tegund húðflúrs. Eru margir að gera þetta á Íslandi? „Ég veit um nokkra en ekki hver útbreiðslan er í öðrum hópum.“Gréta byrjaði á nokkrum táknum á fingurna. Fréttablaðið/GVAEr fagurfræðileg ástæða fyrir því að fólk fær sér þessa týpu af tattúi frekar en á stofu/gert með vél?„Ég held að það sé gert af mörgum mismunandi ástæðum og að fagurfræðin spili inn í það. En þessi aðferð er klárlega hrárri. Þetta getur líka verið miklu óformlegra og persónulegra, að teikna upp vinatattú og gera það á hvort annað. Það er ekki hljóð úr neinni vél eða neitt óþægilegt í umhverfinu. Bara nál, vinir og kannski skemmtileg bíómynd sem er horft á á meðan.“ Er ekki drullustressandi að teikna á skinnið á einhverjum? „Það var alveg smá stressandi fyrst, en ekki lengur. Svo er líka málið að gera bara það sem maður treystir sér til – þetta þarf ekki að vera fullkomið.“Gréta er með prentara á fætinum, en hún vaknaði einn morguninn með þá hugmynd og réðst strax í að flúra prentarann á sig. Fréttablaðið/GVASpurð hvort heilbrigðiseftirlitið hafi eitthvað skipt sér af hló Gréta bara, hvernig sem svo má skilja það.Shitty city er nafnlaus nálari sem gaf Fréttablaðinu leyfi til að nota myndir af verkum sínum. Mynd/Shitty CityMynd/Shitty CityMynd/Shitty City
Húðflúr Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira