Umgjörð banka Hafliði Helgason skrifar 14. september 2016 08:00 Á morgun verða liðin átta ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman varð gjaldþrota. Sá atburður hratt af stað atburðarás sem hafði gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Árin á undan hafði hlaupið feikilegur vöxtur í íslenskt bankakerfi sem hafði alþjóðavæðst og vaxið hagkerfinu yfir höfuð. Nágrannaþjóðir okkar svo sem Bretar og, það sem síðar kom í ljós, Danir dældu lausafé inn í sína banka. Hér var aldrei möguleiki á slíku. Afleiðingarnar eru öllum kunnar. Við tóku erfið ár sem reyndu jafnt á fjárhagsstöðu fólks sem og andlega líðan. Umræða hér á landi hefur hingað til nánast einskorðast við umræðu um einstaklinga og einstök fyrirtæki. Minna hefur farið fyrir því að ræða kerfið sjálft og með hvaða hætti er skynsamlegt að byggja upp heilbrigt fjármálakerfi og atvinnulíf. Víða um heim hefur frá fjármálakreppunni 2008 verið unnið mikið starf þar sem dreginn hefur verið lærdómur af því sem úrskeiðis fór í fjármálakerfinu árin fyrir 2008. Þegar slík áföll dynja yfir heiminn er eðlilegt að mikill hluti umræðunnar sé tilfinningaþrunginn. Slíkt er mannlegt. Þegar frá líður er mikilvægt að beita greinandi og gagnrýnni hugsun til að draga lærdóm af fyrri mistökum. Í raun greinir kreppan sem hófst 2008 sig ekki mikið frá öðrum kreppum fyrri tíðar. Grunnur hennar hefðbundin lánsfjárdrifin fasteigna- og eignabóla sem sprakk. Samtök fjármálafyrirtækja halda fund í dag þar sem kynnt er skýrsla sem ber yfirskriftina: Hvað hefur breyst? Rætt er við skýrsluhöfunda í Markaðnum í dag. Í almennri umræðu má gjarnan heyra að lítið hafi breyst í fjármálakerfi heimsins. Skýrslan sýnir hins vegar annað. Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á umgjörð fjármálakerfisins sem tryggja eiga betur vernd innistæðueigenda og verja fjármálastöðugleika þjóða. Markmið regluverks um fjármálakerfi hlýtur ævinlega að tryggja heilbrigðan vöxt og stöðugleika og forða almenningi frá áföllum. Ísland setti neyðarlög við fall bankanna. Með þeim tókst að halda gangandi þeirri bankastarfsemi sem snýr að almenningi. Sú ákvörðun var gagnrýnd erlendis, en í tilskipunum Evrópusambandsins um starfsemi fjármálafyrirtækja má sjá að leitað hefur verið í smiðju viðbragða Íslendinga við falli bankanna. Nú hillir undir afnám gjaldeyrishafta og að Íslendingar geti á ný tekið þátt í alþjóðaviðskiptum með sama hætti og nágrannaþjóðir. Þegar við stígum út úr fiskabúri gjaldeyrishaftanna er mikilvægt að regluverk og samkeppnishæfni atvinnulífs og fjármálakerfis sé tryggt. Ef okkur á vel að farnast þarf umgjörð og regluverk fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist og gengur meðal þjóða sem við berum lífskjör okkar saman við. Skýrsla SFF er þarft innlegg í þá umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Á morgun verða liðin átta ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman varð gjaldþrota. Sá atburður hratt af stað atburðarás sem hafði gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Árin á undan hafði hlaupið feikilegur vöxtur í íslenskt bankakerfi sem hafði alþjóðavæðst og vaxið hagkerfinu yfir höfuð. Nágrannaþjóðir okkar svo sem Bretar og, það sem síðar kom í ljós, Danir dældu lausafé inn í sína banka. Hér var aldrei möguleiki á slíku. Afleiðingarnar eru öllum kunnar. Við tóku erfið ár sem reyndu jafnt á fjárhagsstöðu fólks sem og andlega líðan. Umræða hér á landi hefur hingað til nánast einskorðast við umræðu um einstaklinga og einstök fyrirtæki. Minna hefur farið fyrir því að ræða kerfið sjálft og með hvaða hætti er skynsamlegt að byggja upp heilbrigt fjármálakerfi og atvinnulíf. Víða um heim hefur frá fjármálakreppunni 2008 verið unnið mikið starf þar sem dreginn hefur verið lærdómur af því sem úrskeiðis fór í fjármálakerfinu árin fyrir 2008. Þegar slík áföll dynja yfir heiminn er eðlilegt að mikill hluti umræðunnar sé tilfinningaþrunginn. Slíkt er mannlegt. Þegar frá líður er mikilvægt að beita greinandi og gagnrýnni hugsun til að draga lærdóm af fyrri mistökum. Í raun greinir kreppan sem hófst 2008 sig ekki mikið frá öðrum kreppum fyrri tíðar. Grunnur hennar hefðbundin lánsfjárdrifin fasteigna- og eignabóla sem sprakk. Samtök fjármálafyrirtækja halda fund í dag þar sem kynnt er skýrsla sem ber yfirskriftina: Hvað hefur breyst? Rætt er við skýrsluhöfunda í Markaðnum í dag. Í almennri umræðu má gjarnan heyra að lítið hafi breyst í fjármálakerfi heimsins. Skýrslan sýnir hins vegar annað. Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á umgjörð fjármálakerfisins sem tryggja eiga betur vernd innistæðueigenda og verja fjármálastöðugleika þjóða. Markmið regluverks um fjármálakerfi hlýtur ævinlega að tryggja heilbrigðan vöxt og stöðugleika og forða almenningi frá áföllum. Ísland setti neyðarlög við fall bankanna. Með þeim tókst að halda gangandi þeirri bankastarfsemi sem snýr að almenningi. Sú ákvörðun var gagnrýnd erlendis, en í tilskipunum Evrópusambandsins um starfsemi fjármálafyrirtækja má sjá að leitað hefur verið í smiðju viðbragða Íslendinga við falli bankanna. Nú hillir undir afnám gjaldeyrishafta og að Íslendingar geti á ný tekið þátt í alþjóðaviðskiptum með sama hætti og nágrannaþjóðir. Þegar við stígum út úr fiskabúri gjaldeyrishaftanna er mikilvægt að regluverk og samkeppnishæfni atvinnulífs og fjármálakerfis sé tryggt. Ef okkur á vel að farnast þarf umgjörð og regluverk fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist og gengur meðal þjóða sem við berum lífskjör okkar saman við. Skýrsla SFF er þarft innlegg í þá umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun