Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júní 2016 15:00 Kjartan Darri gefur þá Rögnvar og Valdimar saman á meðan Ólafur tryggir það að öll pappírsvinna sé rétt unnin. Vísir/Nanna „Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna
Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30