Tískukaup á svörtum föstudegi Ritstjórn skrifar 24. nóvember 2016 22:00 Glamour/Getty Hin bandaríska útsöluhefð sem flestir þekkja sem Black friday, eða svartur föstudagur, hefur nú teygt anga sína yfir hafið til okkar en hún gengur út á það að verslanir eru með einn útsöludag daginn eftir Þakkargjörðahátíðina sem er einmitt í kvöld í Bandaríkjunum. Það er yfirleitt vel þegið að fá einn afsláttardag svona rétt fyrir hátíðirnar þar sem innkaupalistinn er í lengri kantinum og fögnum við því að íslenskar verslanir eru að taka við sér í þessum málum líka. Samkvæmt heimildum Glamour munu þó nokkrar tískuvöruverslanir taka þátt í gleðinni og því tilvalið að kíkja í búðir á morgun og gera góð kaup. Hér fyrir neðan má sjá smá upptalningu af þeim sem við vitum um að ætla að bjóða upp á afsláttardag í tískugeiranum.Verslunin Zara ætlar að bjóða upp á 30 prósent afslátt af öllum yfirhöfnum, kjólum, gallabuxum, bolum og skóm í dömudeild, yfirhöfnum, buxum, peysum og leggings í barnadeild en þar er einnig 20 prósent afsláttur af skóm. Herradeildin er svo með 30 prósent af yfirhöfnum, skyrtum, peysum og skóm. Verslanir NTC ætla að bjóða upp á 20 prósent afslátt af öllum vörum nema í Kúltúr og Eva þar sem verður 15 prósent afsláttur. Þá munu verslanir Bestseller, Vila, Vero Moda, Jack and Jones, Selected og Name It einnig taka þátt í gleðinni og vera með girnileg tilboð. Skór.is, Kaupfélagið, Skechers, Steinar Waage, Ecco og Air í Smáralind eru með 20 prósent af öllum vörum á morgun sem vert er að kíkja á. Góða skemmtun en passið ykkur að láta kaupgleðina ekki fara alveg með ykkur eins og vinir okkar Vestanhafs sem má sjá á þessu myndbandi frá svörtum föstudegi fyrir nokkrum árum. Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour
Hin bandaríska útsöluhefð sem flestir þekkja sem Black friday, eða svartur föstudagur, hefur nú teygt anga sína yfir hafið til okkar en hún gengur út á það að verslanir eru með einn útsöludag daginn eftir Þakkargjörðahátíðina sem er einmitt í kvöld í Bandaríkjunum. Það er yfirleitt vel þegið að fá einn afsláttardag svona rétt fyrir hátíðirnar þar sem innkaupalistinn er í lengri kantinum og fögnum við því að íslenskar verslanir eru að taka við sér í þessum málum líka. Samkvæmt heimildum Glamour munu þó nokkrar tískuvöruverslanir taka þátt í gleðinni og því tilvalið að kíkja í búðir á morgun og gera góð kaup. Hér fyrir neðan má sjá smá upptalningu af þeim sem við vitum um að ætla að bjóða upp á afsláttardag í tískugeiranum.Verslunin Zara ætlar að bjóða upp á 30 prósent afslátt af öllum yfirhöfnum, kjólum, gallabuxum, bolum og skóm í dömudeild, yfirhöfnum, buxum, peysum og leggings í barnadeild en þar er einnig 20 prósent afsláttur af skóm. Herradeildin er svo með 30 prósent af yfirhöfnum, skyrtum, peysum og skóm. Verslanir NTC ætla að bjóða upp á 20 prósent afslátt af öllum vörum nema í Kúltúr og Eva þar sem verður 15 prósent afsláttur. Þá munu verslanir Bestseller, Vila, Vero Moda, Jack and Jones, Selected og Name It einnig taka þátt í gleðinni og vera með girnileg tilboð. Skór.is, Kaupfélagið, Skechers, Steinar Waage, Ecco og Air í Smáralind eru með 20 prósent af öllum vörum á morgun sem vert er að kíkja á. Góða skemmtun en passið ykkur að láta kaupgleðina ekki fara alveg með ykkur eins og vinir okkar Vestanhafs sem má sjá á þessu myndbandi frá svörtum föstudegi fyrir nokkrum árum.
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour