Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Katrín Jakobsdóttir ákveður eftir þingflokksfund á morgun hvort hún skilar umboði sínu til stjórnarmyndunar til forseta Íslands. Rætt verður við Katrínu og aðra leiðtoga stjórnmálaflokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Einnig verður fjallað um hitabylgju sem nú gengur yfir norðurheimskautið en hitastig þar mælist nú tuttugu gráðum yfir meðalhita á þessum árstíma. Þá verður rætt við ungan lestrarhest sem hvetur rithöfunda til að skrifa fleiri bækur fyrir unglinga. Hann er vonsvikinn með hversu fáar unglingabækur koma út í ár.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×