Flytur til Indlands og gerist stjórnmálamaður 24. nóvember 2016 13:00 Leoncie heldur lokatónleika sína á Íslandi um næstu helgi. Hún ætlar að flytjast til Indlands, leigja húsið sitt til samkynhneigðra og hafa krókódíla sem gæludýr. Mynd/Úr einkasafni Á tónleikunum mun ég spila nýtt efni í bland við Leoncie-smelli. Þetta verður bara gaman, ekkert annað en stuð enda er ég í miklu stuði,“ segir tónlistarkonan Leoncie en hún ætlar að flytja bráðum til Indlands til að sinna stjórnmálum. Þetta verða því væntanlega lokatónleikar hennar hér á landi – í einhvern tíma allavega. „Mér hefur verið boðið að vera með í pólitík á Indlandi. Mér er alvara með því og það er gott skref. Ég get ekki sagt hvað flokkurinn heitir en þetta er flokkur sem ætlar að klífa metorðastigana í pólitík á Indlandi.“ Aðspurð hvort hún stefni að því að verða hin indverska Katrín Jakobsdóttir svarar Leoncie hlæjandi: „Nei, ég ætla að vera frekar eins og Gandí. Flokkurinn vill að ég standi mig fyrir sig og safni eins mörgum atkvæðum og ég get þannig að ég sagði bara já takk þegar mér var boðið þetta.“ Eiginmaður hennar, Viktor, ætlar að fylgja sinni spúsu til ættlands hennar. Þar ætla þau að koma sér upp fallegu húsi og hafa krókódíla sem gæludýr. „Þetta er mjög spennandi verkefni og ég er mjög spennt og hlakka mikið til. Ég ætla að vera með krókódíla sem gæludýr á Indlandi. Krókódílar eru uppáhaldsgæludýrin mín og ég ætla að skíra þá einhverjum flottum nöfnum.“Dr. Gunni tekur lagið.Hún segir að húsið sitt sé komið í söluferli en það taki tíma að selja og finna almennilegt hús á Indlandi. „Ég er búin að ganga frá því að fá krókódílana. Þeir bíða bara eftir mér. Svona hlutir taka tíma. Það gæti líka vel verið að ég hætti við að selja og leigi húsið frekar. Þá er ég að spá í að leigja það samkynhneigðu fólki. Sumir geta ekki fengið hús til leigu og þetta gæti verið góð lausn. Gatan þarfnast líka meiri gleði og í mínu húsi er alltaf gleði og glaumur þannig að hér má halda fjölmörg partí,“ segir hún og hlær. Nýja platan hennar, Mr. Lusty, var tekin upp á stuttum tíma. „Upptökustjórinn Kristján var frábær. Hann hafði aldrei kynnst öðrum eins hraða og í mér. Hann var atvinnumaður fram í fingurgóma. Ég spurði hann hvort hann gæti unnið á Leoncie-hraða og hann gat það. Það fæddust margir töfrar og ég hef aldrei upplifað svona töfra í íslensku stúdíói.“ Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Á tónleikunum mun ég spila nýtt efni í bland við Leoncie-smelli. Þetta verður bara gaman, ekkert annað en stuð enda er ég í miklu stuði,“ segir tónlistarkonan Leoncie en hún ætlar að flytja bráðum til Indlands til að sinna stjórnmálum. Þetta verða því væntanlega lokatónleikar hennar hér á landi – í einhvern tíma allavega. „Mér hefur verið boðið að vera með í pólitík á Indlandi. Mér er alvara með því og það er gott skref. Ég get ekki sagt hvað flokkurinn heitir en þetta er flokkur sem ætlar að klífa metorðastigana í pólitík á Indlandi.“ Aðspurð hvort hún stefni að því að verða hin indverska Katrín Jakobsdóttir svarar Leoncie hlæjandi: „Nei, ég ætla að vera frekar eins og Gandí. Flokkurinn vill að ég standi mig fyrir sig og safni eins mörgum atkvæðum og ég get þannig að ég sagði bara já takk þegar mér var boðið þetta.“ Eiginmaður hennar, Viktor, ætlar að fylgja sinni spúsu til ættlands hennar. Þar ætla þau að koma sér upp fallegu húsi og hafa krókódíla sem gæludýr. „Þetta er mjög spennandi verkefni og ég er mjög spennt og hlakka mikið til. Ég ætla að vera með krókódíla sem gæludýr á Indlandi. Krókódílar eru uppáhaldsgæludýrin mín og ég ætla að skíra þá einhverjum flottum nöfnum.“Dr. Gunni tekur lagið.Hún segir að húsið sitt sé komið í söluferli en það taki tíma að selja og finna almennilegt hús á Indlandi. „Ég er búin að ganga frá því að fá krókódílana. Þeir bíða bara eftir mér. Svona hlutir taka tíma. Það gæti líka vel verið að ég hætti við að selja og leigi húsið frekar. Þá er ég að spá í að leigja það samkynhneigðu fólki. Sumir geta ekki fengið hús til leigu og þetta gæti verið góð lausn. Gatan þarfnast líka meiri gleði og í mínu húsi er alltaf gleði og glaumur þannig að hér má halda fjölmörg partí,“ segir hún og hlær. Nýja platan hennar, Mr. Lusty, var tekin upp á stuttum tíma. „Upptökustjórinn Kristján var frábær. Hann hafði aldrei kynnst öðrum eins hraða og í mér. Hann var atvinnumaður fram í fingurgóma. Ég spurði hann hvort hann gæti unnið á Leoncie-hraða og hann gat það. Það fæddust margir töfrar og ég hef aldrei upplifað svona töfra í íslensku stúdíói.“
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp