Innlent

Reynt að lokka dreng upp í bíl við Laugarneskirkju

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigríður Heiða hefur tvisvar á þessu ári sent foreldrum tölvupóst vegna manna sem hafa reynt að lokka börn upp í bíl.
Sigríður Heiða hefur tvisvar á þessu ári sent foreldrum tölvupóst vegna manna sem hafa reynt að lokka börn upp í bíl. vísir/stefán
Karlmaður reyndi í gær að fá dreng úr Laugarnesskóla upp í bíl til sín með því að bjóða honum far og sælgæti. Atvikið var við Laugarneskirkju í lok skóladags.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sendi foreldrum í morgun.

Sigríður segir drenginn hafa brugðist rétt við. Hann hafi sagt nei og gengið í burtu. Þá segist hún hafa beðið kennara um að ræða við nemendur um viðbrögð við gylliboðum sem þessum.

„Leiðarljós okkar í Laugarnesskóla er að fjalla um þessi mál sem forvarnarmál líkt og við gerum þegar við fjöllum um hættur í umferðinni og annars staðar. Við höfum líka hugfast að vekja ekki upp óþarfa ótta hjá nemendum heldur fræða þá um hvað eigi að gera ef þeir lenda í aðstæðum sem þessum,“ segir í tölvupóstinum.

Í febrúar síðastliðnum sendi Sigríður sambærilegan tölvupóst á foreldra, eftir að menn reyndu að lokka drengi upp í bíl til sín við Reykjaveg. Þeir drengir brugðust jafnframt rétt við, að hennar sögn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×