Innlent

Vilja nýjan leikskóla

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá Höfn í Hornafirði
Frá Höfn í Hornafirði vísir/pjetur
Íbúar Hafnar í Hornafirði og starfsmenn leikskólans Lönguhóla í sveitarfélaginu mótmæla fyrirhuguðum endurbótum á húsnæði leikskólans. Var bæjarstjórn afhentur undirskriftalisti á fundi bæjarráðs í vikunni þar sem hvatt er til þess að nýr leikskóli verði byggður nær grunnskólanum og íþróttasvæði bæjarfélagsins.

Leikskólinn Lönguhólar er í grónu íbúðahverfi og er að mati mótmælenda talið eðlilegt að byggja nýjan leikskóla og tengja leikskólann betur við stoðstofnanir í bænum. Einnig sé mikilvægt að koma leikskólanum út úr íbúðahverfinu í bænum.

Bæjarráð Hornafjarðar hefur ákveðið að halda fund með starfsfólki leikskóla og í framhaldi af honum verður fundur með öðrum íbúum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×