Innlent

Sakar meirihlutann um sýndarmennsku

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Róbert Ragnarsson
fráfarandi bæjarstjóri.
Róbert Ragnarsson fráfarandi bæjarstjóri.
Fulltrúi Framsóknarflokks í bæjarráði Grindavíkur sakar meirihlutann um sýndarmennsku í ráðningarferli nýs bæjarstjóra.

„Með ástæðulausri uppsögn núverandi bæjarstjóra sem getur kostað bæjarfélagið allt að 18 milljónum króna hlýtur meirihluti bæjarstjórnar að hafa ákveðinn aðila í huga,“ bókaði fulltrúi Framsóknarflokksins.

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Lista Grindvíkinga sögðust harma að gefið væri í skyn að þegar sé búið að ráðstafa stöðunni. „Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast og eru hreinn rógburður,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og lýstu furðu sinni á því að Framsóknarfulltrúinn ætlaði „ekki að taka þátt í því faglega ráðningarferli sem fram undan er í stöðu bæjarstjóra.“ Semja á við Hagvang um að annast ráðningarferlið.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×