Lífið

Enginn fær að tjalda við Kórinn í nótt

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Ísleifur B. Þórhallsson, skipuleggjandi tónleikanna, fullyrti í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri í boði fyrir krakka að tjalda fyrir utan tónleikahöllina í nótt. Aðdáendur voru þegar byrjaðir að sniglast í kringum tónleikahöllina, strax í gærkvöldi.

„Þau munu ekki fá að tjalda hér og vera hérna í nótt. Ég held við drögum bara línuna þar og stoppum það,“ segir Ísleifur. Hann hvetur foreldra til þess að stoppa krakka af ef þeir hafa áform um að tjalda enda sé engin þjónusta á svæðinu í nótt.

Eins og flestum er kunnugt lenti Bieber á Reykjavíkurflugvelli fyrr í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Fjöldi manns fylgdist með komu kappans í beinni útsendingu Vísis frá flugvellinum.

Ísleifur segist búast við að einhverjir aðdáendur muni mæta snemma í fyrramálið á svæðið en hann hvetur fólk til þess að láta slíkt vera. „Við getum ekki vísað fólki frá ef það mætir eldsnemma en ég myndi reyna að biðla aftur til krakka og foreldra að vera ekki að mæta hingað klukkan átta, níu eða tíu,“ segir hann en svæðið opnar klukkan fjögur á morgun.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.