Innlent

Maðurinn fluttur á gjörgæslu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn féll fjóra til fimm metra.
Maðurinn féll fjóra til fimm metra. vísir/eyþór
Nokkur viðbúnaður var á Austurbakka, í Hafnartorgsgrunninum, í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. Að sögn slökkviliðsins féll karlmaður niður fjóra til fimm metra, en frekari upplýsingar um slysið liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Maðurinn hefur verið fluttur á Landspítalann.

Uppfært kl. 20:25

Maðurinn sem féll í grunninn er á gjörgæslu. 

Ljóst er að um mjög alvarlegt slys var að ræða en Eyj­ólf­ur Sæ­munds­son, for­stjóri Vinnu­eft­ir­lits­ins, seg­ir í samtali við mbl.is að fall­vörn­um hafi verið ábóta­vant á verkstaðnum.

Hinn slasaði féll niður í grunninn meðan verið var að færa til girðingu. Hann var ekki í öryggislínu en Eyjólfur telur að við þess háttar aðstæður ættu menn að vera í slíkum búnaði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×