Justin Bieber þurfti að minna á að hann vildi halda tónleika á Íslandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 7. september 2016 08:00 Evróputúrinn hefst hér á landi á morgun. Alls eru um 19.000 miðar í boði á hvora tónleika sem gerir þetta að langstærsta tónlistarviðburði á Íslandi fyrr og síðar. Vísir/Getty Ég byrjaði að vinna með Justin fyrir tveimur árum. Upphaflega vann ég fyrir umboðsskrifstofu söngkonunnar Ariönu Grande en þau voru einnig með Justin á sínum snærum. Á sama tíma var ég að vinna fyrir Kanye West, sem er góður vinur Justins, eitt leiddi af öðru og núna vinn ég einungis fyrir Justin,“ segir Chris Gratton, yfirhönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber. Spurður hvort hann hafi tíma til að gera nokkuð annað segist Chris ekki hafa tíma til þess að fylgja öðrum á tónleikaferðalögum, þó hann sé í hönnunarteymi hjá öðrum listamönnum. Hann segir það þó vera einstakt að vinna með Justin Bieber, þar sem hann sé ótrúlega orkumikill og frábær listamaður „Justin er frábær strákur, hann er orkumikill og hugsar vel um sig, enda elskar hann að hreyfa sig. Á milli þess sem hann kemur fram gengur hann á fjöll og rennir sér á hjólabretti, svo elskar hann að veiða. Hann er frábær söngvari og magnaður listamaður sem gefur ekkert eftir á tónleikum,“ segir Chris og bætir við að þó að Justin sé aðeins 22 ára, hafi hann verið í bransanum frá því hann var fjórtán, sem gerir hann að reynslubolta í faginu.Chris Gratton, hönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber, er mættur til landsins. Visir/VilhelmChris sér um hönnun á flestöllu sem viðkemur tónleikum kappans en hann vinnur mikið með danshöfundinum Nick Demoura sem kemur fram í heimildarmyndinni um Justin, Believe. Saman hafa þeir stofnað hönnunarteymi sem vinnur með fjölda listamanna. Evróputúrinn hefst hér á landi á morgun. Alls eru um 19.000 miðar í boði á hvora tónleika sem gerir þetta að langstærsta tónlistarviðburði á Íslandi fyrr og síðar. Justin mun í framhaldinu halda áfram til Þýskalands, en hver ætli sé ástæða þess að þeir hefja túrinn hér á Klakanum? „Ástæðan fyrir því að við völdum Ísland er sú að Justin sjálfur bað um þessa tónleika. Hann kom hingað í fyrra þar sem hann tók upp myndband við lagið I’ll Show You og heillaðist af landinu. Þegar við settum saman túrinn var hann virkilega ánægður, hann benti hins vegar á að hann væri búinn að biðja um tónleika á Íslandi. Svo við settumst aftur yfir skipulagið og ég lét hann vita að það væri mögulegt að hefja túrinn hér á Íslandi, hann var hæstánægður með það. Hann elskar Ísland og það er eina landið sem hann valdi, og ástæðan er einföld: hann vildi spila hér,“ segir Chris.Allt að verða klárt í Kórnum. Fréttablaðið/VilhelmÞað er óhætt að segja að öllu verði til tjaldað og heilmikið havarí hefur verið í kringum tónleikahaldið. Áhrifamikið fólk í bransanum er með honum hér og ber þar helst að nefna allt lykilfólkið úr umboðsmannateymi hans sem og háttsetta aðila frá AEG, einu stærsta tónleikafyrirtæki í heimi. „Það eru fjörutíu manns úr teyminu hans sem koma til landsins. Auk þess erum við í frábæru samstarfi við teymið hér, sem kemur til með að stjórna tónleikunum með okkur. Fólkið í teyminu hér vinnur virkilega vel og það er frábært að vinna með því,“ segir Chris en gert er ráð fyrir að straumstyrkurinn á tónleikunum verði um tvö þúsund amper.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur. 6. september 2016 21:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Ég byrjaði að vinna með Justin fyrir tveimur árum. Upphaflega vann ég fyrir umboðsskrifstofu söngkonunnar Ariönu Grande en þau voru einnig með Justin á sínum snærum. Á sama tíma var ég að vinna fyrir Kanye West, sem er góður vinur Justins, eitt leiddi af öðru og núna vinn ég einungis fyrir Justin,“ segir Chris Gratton, yfirhönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber. Spurður hvort hann hafi tíma til að gera nokkuð annað segist Chris ekki hafa tíma til þess að fylgja öðrum á tónleikaferðalögum, þó hann sé í hönnunarteymi hjá öðrum listamönnum. Hann segir það þó vera einstakt að vinna með Justin Bieber, þar sem hann sé ótrúlega orkumikill og frábær listamaður „Justin er frábær strákur, hann er orkumikill og hugsar vel um sig, enda elskar hann að hreyfa sig. Á milli þess sem hann kemur fram gengur hann á fjöll og rennir sér á hjólabretti, svo elskar hann að veiða. Hann er frábær söngvari og magnaður listamaður sem gefur ekkert eftir á tónleikum,“ segir Chris og bætir við að þó að Justin sé aðeins 22 ára, hafi hann verið í bransanum frá því hann var fjórtán, sem gerir hann að reynslubolta í faginu.Chris Gratton, hönnuður og umsjónarmaður tónleika Justins Bieber, er mættur til landsins. Visir/VilhelmChris sér um hönnun á flestöllu sem viðkemur tónleikum kappans en hann vinnur mikið með danshöfundinum Nick Demoura sem kemur fram í heimildarmyndinni um Justin, Believe. Saman hafa þeir stofnað hönnunarteymi sem vinnur með fjölda listamanna. Evróputúrinn hefst hér á landi á morgun. Alls eru um 19.000 miðar í boði á hvora tónleika sem gerir þetta að langstærsta tónlistarviðburði á Íslandi fyrr og síðar. Justin mun í framhaldinu halda áfram til Þýskalands, en hver ætli sé ástæða þess að þeir hefja túrinn hér á Klakanum? „Ástæðan fyrir því að við völdum Ísland er sú að Justin sjálfur bað um þessa tónleika. Hann kom hingað í fyrra þar sem hann tók upp myndband við lagið I’ll Show You og heillaðist af landinu. Þegar við settum saman túrinn var hann virkilega ánægður, hann benti hins vegar á að hann væri búinn að biðja um tónleika á Íslandi. Svo við settumst aftur yfir skipulagið og ég lét hann vita að það væri mögulegt að hefja túrinn hér á Íslandi, hann var hæstánægður með það. Hann elskar Ísland og það er eina landið sem hann valdi, og ástæðan er einföld: hann vildi spila hér,“ segir Chris.Allt að verða klárt í Kórnum. Fréttablaðið/VilhelmÞað er óhætt að segja að öllu verði til tjaldað og heilmikið havarí hefur verið í kringum tónleikahaldið. Áhrifamikið fólk í bransanum er með honum hér og ber þar helst að nefna allt lykilfólkið úr umboðsmannateymi hans sem og háttsetta aðila frá AEG, einu stærsta tónleikafyrirtæki í heimi. „Það eru fjörutíu manns úr teyminu hans sem koma til landsins. Auk þess erum við í frábæru samstarfi við teymið hér, sem kemur til með að stjórna tónleikunum með okkur. Fólkið í teyminu hér vinnur virkilega vel og það er frábært að vinna með því,“ segir Chris en gert er ráð fyrir að straumstyrkurinn á tónleikunum verði um tvö þúsund amper.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur. 6. september 2016 21:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur. 6. september 2016 21:00