Lífið

Gunnþór brjálaður út af bónusgreiðslum Kaupþings: „Ég er að reyna að ná í verðbréfatrúðana“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pétur Jóhann dró fram Gunnþór gamla á föstudag.
Pétur Jóhann dró fram Gunnþór gamla á föstudag.
Pétur Jóhann Sigfússon dró fram Gunnþór gamla í útvarpsþættinum FM95BLÖ síðastliðinn föstudag sem hringdi í Arion banka til að kvarta undan bónusgreiðslum Kaupþings. Um fátt var meira talað í liðinni viku en bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna Kaupþings en þær eru vægast sagt umdeildar í samfélaginu.

Gunnþór er hreint ekki sáttur og hringir í þjónustuver Arion banka til að kvarta undan bónusgreiðslunum en Kaupþing er aðaleigandi Arion banka. Konan sem svarar í símann kemst varla að fyrir Gunnþóri sem er alveg brjálaður en í lokin virðist hún þó fatta að verið sé að gera símaat í sér þegar hún spyr hvort Gunnþór sé að hringja frá 365.

Hlusta má á símaatið í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Indriði segir hægt að setja sérstakan skatt á ofurbónusana

Samþykktar hafa verið milljarða greiðslur til stjórnenda Kaupþings og gamla Landsbankans. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir engin sérákvæði um slíkar greiðslur í lögum en hægt væri að leggja sérstakan skatt á þær.

Kaupþing svarar fyrir sig vegna bónusgreiðslna

Eignarhaldsfélagið Kaupþing birti tilkynningu á vef sínum í morgun vegna bónusgreiðslna til starfsmanna sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins á þriðjudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×