Skoda Superb RS á leiðinni? Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2016 16:47 Svona gæti Skoda Superb RS litið út. Fá má hinn nýja Skoda Superb með 280 hestafla 2,0 lítra TSI vél en nú gæti verið á leiðinni enn öflugri gerð bílsins, þ.e. RS-útgáfa hans, eins og til er af Octavia. Líklega yrða sá bíll vel yfir 300 hestöflin. Núverandi Superb með 280 hestafla vélinni er ári snöggur, eða 5,8 sekúndur í hundraðið og með rafrænt takmarkaðan hámarkshraða við 250 km/klst. Þá gæti RS-gerð orðið kringum 5 sekúndurnar í hundraðið. Skoda Octavia RS er bæði hægt að fá með öflugri bensínvél og dísilvél og ef til vill yrði það sama uppá teningnum með Superb RS. Nú er bara að vona að Superb verði að raunveruleika, en fréttir af honum komu ekki beint frá höfuðstöðvunum, heldur frá forstjóra Skoda í Ástralíu. Það er engin ástæða til að halda að Ástralir fari með fleipur þó þeir búi hinu megin á hnettinum.....og svona að aftan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Fá má hinn nýja Skoda Superb með 280 hestafla 2,0 lítra TSI vél en nú gæti verið á leiðinni enn öflugri gerð bílsins, þ.e. RS-útgáfa hans, eins og til er af Octavia. Líklega yrða sá bíll vel yfir 300 hestöflin. Núverandi Superb með 280 hestafla vélinni er ári snöggur, eða 5,8 sekúndur í hundraðið og með rafrænt takmarkaðan hámarkshraða við 250 km/klst. Þá gæti RS-gerð orðið kringum 5 sekúndurnar í hundraðið. Skoda Octavia RS er bæði hægt að fá með öflugri bensínvél og dísilvél og ef til vill yrði það sama uppá teningnum með Superb RS. Nú er bara að vona að Superb verði að raunveruleika, en fréttir af honum komu ekki beint frá höfuðstöðvunum, heldur frá forstjóra Skoda í Ástralíu. Það er engin ástæða til að halda að Ástralir fari með fleipur þó þeir búi hinu megin á hnettinum.....og svona að aftan
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent