Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Stjarnan 77-94 | Stjörnumenn seinir í gang en áfram ósigraðir Sindri Freyr Ágústsson í Iceland Glacial-höllinni í Þorlákshöfn skrifar 11. nóvember 2016 23:00 Hlynur Bæringsson, miðherji Stjörnunnar. vísir/ernir Stjörnumenn héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir fögnuðu sautján stiga sigri í Þorlákshöfn. Stjarnan vann Þórsliðið 94-77 þrátt fyrir að vera sextán stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Stjörnumenn eru eina ósigraða lið deildarinnar eftir sex umferðir. Þórsliðið vann fyrsta leikhlutann 28-12 en Stjörnumenn svöruðu með því að vinna annan leikhlutann 33-15 og komast tveimur stigum yfir fyrir hlé, 45-43. Stjörnuvélin var komin í gang og hélt áfram að malla í seinni hálfleiknum. Þórsarar héldu sér inn í leiknum en ekki mikið meira en það. Þórsarar unnu Íslandsmeistara KR á útivelli í síðasta leik og þeir litu afar vel út í byrjun. Stjörnuliðið hefur lagt það í vana sinn að byrja illa í vetur en liðið sýndi styrk sinn þegar þeir komu sér aftur inn í leikinn og unnu sannfærandi sigur. Hlynur Bæringsson var með 24 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í kvöld og Arnþór Freyr Guðmundsson skoraði 20 stig. Justin Shouse var með 17 stig og 6 stoðsendingar.Þór Þ.-Stjarnan 77-94 (28-12, 15-33, 15-22, 19-27)Þór Þ.: Tobin Carberry 22/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 14/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 14, Emil Karel Einarsson 7/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Ragnar Örn Bragason 3.Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 24/10 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 20, Justin Shouse 17/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 16, Devon Andre Austin 11/7 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4, Marvin Valdimarsson 2.Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn komu rétt stilltir inn í annan leikhluta og breyttu stöðunni úr 28-12 heimamönnum í vil yfir í 43-45 þeim í vil. Það var allt annað að sjá til þeirra í öðrum leikhluta. Leikmenn Stjörnunar voru sjóðheitir í öðrum leikhluta og héldu þeir því áfram í seinni hálf leik. Þeir kláruðu leikinn hægt og rólega í seinni hálfleik með góðri vörn og góðum skotum sem voru að rata ofan í. Stjarnan sýndi í kvöld með þessum sterka útivallarsigri að það er ástæða af hverju margir segja að þeir verði deildarmeistarar. Þeir sýndu frábæran karakter á seinustu 30 mínútunum og þannig kláruðu þeir þennan leik sem þýðir það að þeir eru komnir með sex sigra af sex mögulegum.Bestu menn vallarins: Bestu menn vallarins voru allir bláklæddir. Hlynur Bæringsson sýndi það enn og aftur af hverju hann er lykilleikmaður í landsliðinu með því að skora 24 stig, vera með 10 fráköst og spila hörku vörn. Arnþór Freyr, eða Addú eins og hann er kallaður, var frábær í kvöld. Addú setti 6 þrista í 8 tilraunum og voru þeir allir risa stórir. Justin Shouse skilaði sínu í kvöld eins og hann gerir nánast undantekningalaust. Justin var með 17 stig og stýrði hann leiknum mjög vel í kvöld.Hvað gekk illa? Fyrsti leikhluti var algjörlega frábær hjá heimamönnum enn svo virtist lítið sem ekkert ganga upp hjá þeim í hinum þrem leikhlutunum. Hittnin fór úr því að vera algjörlega frábær yfir í að vera mjög slöpp og var það eitt af lykilatriðunum í þessu tapi hjá Þórsurum. Sömu hluti má segja um vörnina hjá heimamönnum, hún byrjaði vel en endaði illa rétt eins og skotnýtingin.Hrafn: Ánægðastur með þennan sigur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunar, var ánægður með sigurinn í dag og einnig mjög ánægður með hvernig þeir eru búnir að byrja tímabilið. „Það er frábært að vera kominn með sex sigra, ég er samt ánægðastur með þennan sigur þótt við byrjuðum illa. Mér fannst varnaleikurinn í seinustu þrem leikhlutunum vera stórkostlegur,“ sagði Hrafn við Vísi. Hrafn var ánægður með þennan sigur vegna þess hversu mikilvægur sigur var fyrir restina af tímabilinu. „Það var alveg vitað eins og deildin er búin að spilast þá var þessi leikur ásamt næsta leik mjög stórir fyrir baráttuna um deildarmeistartitilinn. Við fáum Tindastól í heimsókn í næsta leik og er sá leikur mjög stór og við einbeitum okkur bara að honum núna,“ sagði Hrafn.Einar Árni: Maður er aldrei ánægður með að tapa Einar Árni Jóhannsson, þjálfari heimamanni, var ekki sáttur með að tapa leiknum en sá samt jákvæða punkta hjá hans mönnum í þessum leik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa, eins og við vorum ánægðir með fyrsta leikhlutann og hvernig við spiluðum í honum þá gáfum við þeim alltof mikið svigrúm í öðrum leikhluta og þeir fara að hitta,“ sagði Einar. Heimamenn leiddu með 16 stigum í fyrsta leikhluta en töpuðu því niður í öðrum. Einari fannst vörnin hjá gestunum vera frábær og gerðu Stjörnumenn Þórsurum lífið leitt á vallarhelmingi Stjörnumanna. „Eins vel og við vörðumst í fyrsta leikhluta þá mega þeir eiga það að þeir spiluðu frábæra vörn hérna síðustu 30 mínútunar og vinna bara verðskuldaðan sigur,“ sagði Einar, um tapið í kvöld.Arnþór Freyr: Ég var bara réttur maður á réttum stað Arnþór Freyr Guðmundsson, Addú, leikmaður Stjörnunar var ánægður leik liðsins og líka leik sinn í kvöld. Addú var frábær í kvöld og skoraði hann 20 stig, 18 af þeim komu úr þriggja stiga skotum. „Þetta hefði getað verið hver sem er hjá okkur sem hefði setti alla þessa þrista niður en ég var bara réttur maður á réttum stað. Þegar boltinn gengur svona vel hjá okkur þá erum við að fá fullt af opnum skotum og það er sama hver er inn á hjá okkur við getum alltaf sett þessi opnu skot,“ sagði Addú um leik hittni sína í kvöld. Arnþór skilur ekki alveg hvað gerðist í byrjun leiks og skilur ekki alveg af hverju þeir mæta stundum bara ekki í leikinn í strax í byrjun. „Ég skil ekki alveg af hverju við mætum ekki klárir í suma leiki og er þetta klárlega eitthvað sem við þurfum að laga og bæta okkur í,“ sagði hann. „Mér finnst við vera byrja illa í en leið og við náum að koma okkur í gang þá finnst mér þetta ganga mjög vel hjá okkur,“ sagði Arnþór Freyr eftir leikinn í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Stjörnumenn héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir fögnuðu sautján stiga sigri í Þorlákshöfn. Stjarnan vann Þórsliðið 94-77 þrátt fyrir að vera sextán stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Stjörnumenn eru eina ósigraða lið deildarinnar eftir sex umferðir. Þórsliðið vann fyrsta leikhlutann 28-12 en Stjörnumenn svöruðu með því að vinna annan leikhlutann 33-15 og komast tveimur stigum yfir fyrir hlé, 45-43. Stjörnuvélin var komin í gang og hélt áfram að malla í seinni hálfleiknum. Þórsarar héldu sér inn í leiknum en ekki mikið meira en það. Þórsarar unnu Íslandsmeistara KR á útivelli í síðasta leik og þeir litu afar vel út í byrjun. Stjörnuliðið hefur lagt það í vana sinn að byrja illa í vetur en liðið sýndi styrk sinn þegar þeir komu sér aftur inn í leikinn og unnu sannfærandi sigur. Hlynur Bæringsson var með 24 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í kvöld og Arnþór Freyr Guðmundsson skoraði 20 stig. Justin Shouse var með 17 stig og 6 stoðsendingar.Þór Þ.-Stjarnan 77-94 (28-12, 15-33, 15-22, 19-27)Þór Þ.: Tobin Carberry 22/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 14/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 14, Emil Karel Einarsson 7/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Ragnar Örn Bragason 3.Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 24/10 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 20, Justin Shouse 17/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 16, Devon Andre Austin 11/7 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4, Marvin Valdimarsson 2.Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn komu rétt stilltir inn í annan leikhluta og breyttu stöðunni úr 28-12 heimamönnum í vil yfir í 43-45 þeim í vil. Það var allt annað að sjá til þeirra í öðrum leikhluta. Leikmenn Stjörnunar voru sjóðheitir í öðrum leikhluta og héldu þeir því áfram í seinni hálf leik. Þeir kláruðu leikinn hægt og rólega í seinni hálfleik með góðri vörn og góðum skotum sem voru að rata ofan í. Stjarnan sýndi í kvöld með þessum sterka útivallarsigri að það er ástæða af hverju margir segja að þeir verði deildarmeistarar. Þeir sýndu frábæran karakter á seinustu 30 mínútunum og þannig kláruðu þeir þennan leik sem þýðir það að þeir eru komnir með sex sigra af sex mögulegum.Bestu menn vallarins: Bestu menn vallarins voru allir bláklæddir. Hlynur Bæringsson sýndi það enn og aftur af hverju hann er lykilleikmaður í landsliðinu með því að skora 24 stig, vera með 10 fráköst og spila hörku vörn. Arnþór Freyr, eða Addú eins og hann er kallaður, var frábær í kvöld. Addú setti 6 þrista í 8 tilraunum og voru þeir allir risa stórir. Justin Shouse skilaði sínu í kvöld eins og hann gerir nánast undantekningalaust. Justin var með 17 stig og stýrði hann leiknum mjög vel í kvöld.Hvað gekk illa? Fyrsti leikhluti var algjörlega frábær hjá heimamönnum enn svo virtist lítið sem ekkert ganga upp hjá þeim í hinum þrem leikhlutunum. Hittnin fór úr því að vera algjörlega frábær yfir í að vera mjög slöpp og var það eitt af lykilatriðunum í þessu tapi hjá Þórsurum. Sömu hluti má segja um vörnina hjá heimamönnum, hún byrjaði vel en endaði illa rétt eins og skotnýtingin.Hrafn: Ánægðastur með þennan sigur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunar, var ánægður með sigurinn í dag og einnig mjög ánægður með hvernig þeir eru búnir að byrja tímabilið. „Það er frábært að vera kominn með sex sigra, ég er samt ánægðastur með þennan sigur þótt við byrjuðum illa. Mér fannst varnaleikurinn í seinustu þrem leikhlutunum vera stórkostlegur,“ sagði Hrafn við Vísi. Hrafn var ánægður með þennan sigur vegna þess hversu mikilvægur sigur var fyrir restina af tímabilinu. „Það var alveg vitað eins og deildin er búin að spilast þá var þessi leikur ásamt næsta leik mjög stórir fyrir baráttuna um deildarmeistartitilinn. Við fáum Tindastól í heimsókn í næsta leik og er sá leikur mjög stór og við einbeitum okkur bara að honum núna,“ sagði Hrafn.Einar Árni: Maður er aldrei ánægður með að tapa Einar Árni Jóhannsson, þjálfari heimamanni, var ekki sáttur með að tapa leiknum en sá samt jákvæða punkta hjá hans mönnum í þessum leik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa, eins og við vorum ánægðir með fyrsta leikhlutann og hvernig við spiluðum í honum þá gáfum við þeim alltof mikið svigrúm í öðrum leikhluta og þeir fara að hitta,“ sagði Einar. Heimamenn leiddu með 16 stigum í fyrsta leikhluta en töpuðu því niður í öðrum. Einari fannst vörnin hjá gestunum vera frábær og gerðu Stjörnumenn Þórsurum lífið leitt á vallarhelmingi Stjörnumanna. „Eins vel og við vörðumst í fyrsta leikhluta þá mega þeir eiga það að þeir spiluðu frábæra vörn hérna síðustu 30 mínútunar og vinna bara verðskuldaðan sigur,“ sagði Einar, um tapið í kvöld.Arnþór Freyr: Ég var bara réttur maður á réttum stað Arnþór Freyr Guðmundsson, Addú, leikmaður Stjörnunar var ánægður leik liðsins og líka leik sinn í kvöld. Addú var frábær í kvöld og skoraði hann 20 stig, 18 af þeim komu úr þriggja stiga skotum. „Þetta hefði getað verið hver sem er hjá okkur sem hefði setti alla þessa þrista niður en ég var bara réttur maður á réttum stað. Þegar boltinn gengur svona vel hjá okkur þá erum við að fá fullt af opnum skotum og það er sama hver er inn á hjá okkur við getum alltaf sett þessi opnu skot,“ sagði Addú um leik hittni sína í kvöld. Arnþór skilur ekki alveg hvað gerðist í byrjun leiks og skilur ekki alveg af hverju þeir mæta stundum bara ekki í leikinn í strax í byrjun. „Ég skil ekki alveg af hverju við mætum ekki klárir í suma leiki og er þetta klárlega eitthvað sem við þurfum að laga og bæta okkur í,“ sagði hann. „Mér finnst við vera byrja illa í en leið og við náum að koma okkur í gang þá finnst mér þetta ganga mjög vel hjá okkur,“ sagði Arnþór Freyr eftir leikinn í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira