Call of Duty: Fastir í gömlum förum Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2016 12:00 Call of Duty: Infinite Warfare er þrettándi leikurinn í seríunni sem hefur spannað allt frá fortíðinni til ímyndaðrar framtíðar. IW er skemmtilegur leikur sem virkar eins og um sjö klukkutíma löng hasarmynd en gallinn er sá að þrátt fyrir að leikurinn líti lengra til framtíðarinnar en áður er lítið sem ekkert um framþróun. Galli COD leikjanna er að þeir eru allir nánast eins, sama þó að vettvangurinn breytist. Að þessu sinni er markmið spilara að verja jörðina gegn yfirburðaafli aðmírálsins Salen Kotch og fylgisveina hans innan Settlement Defence Front eða SDF. Kotch er leikinn af Kit Harrington en hann og aðrir meðlimir SDF eru mjög vondir og hata frelsi, einhverra hluta vegna.Það kemur því miður aldrei almennilega fram af hverju Snow og félagar eru svona vondir og af hverju þeir hata jörðina. Leikurinn byrjar á því að útskýra að auðlindir jarðarinnar kláruðustu og því varð nauðsynlegt að sækja nýjar út í geiminn og á aðrar plánetur sólkerfisins.SDF varð til upp nokkurs konar varðsveit sem hafði það markmið að vernda nýlendur jarðarinnar, en einhvern veginn urðu þeir á endanum stærri og valdameiri en jörðin. Skyndiárás SDF á jörðina nánast þurrkar út „góða“ flotann og er markmið spilara að verja jörðina þar til búið er að endurbyggja flotann. Nú geta spilarar flogið um geiminn í geimskutlum, sem svipar mjög til F-22 orrustuþotnanna, og barist við vondu karlanna í geimnum. Það er nokkuð skemmtileg tilbreyting og geimorrustur líta mjög vel út.Geimorrustur eru frekar skemmtilegar, en þó einsleitar í Call of Duty: Infinite Warfare.Persónur leiksins eru mjög vel skrifaðar og talsettar. Söguþráður leiksins er einnig mjög skemmtilegur. Ég hef reyndar lengi verið tiltölulega (jafnvel of) mikið vísindaskáldskaps-nörd og hafði því sérstaklega gaman af heimsókn COD út í geiminn og því hvernig þeir sjá hernað fyrir sér í okkar mögulegu framtíð. Þrátt fyrir mjög góðar persónur leiksins er ein sem án efa stendur öðrum framar. Það er ETH.3n eða Ethan og hann er vélmenni. Ethan hefur verið forritaður sem einstakur hermaður og hann er í rauninni bara frábær gaur. Það eru allmörg ár síðan ég ákvað að fjölspilun Call of Duty væri ekki fyrir mig. Fjölspilunin í IW hefur ekki breytt þeirri ákvörðun. Þá sérstaklega vegna þess að fjölspilunin er nánast alveg eins og hún var þegar ég tók ákvörðunina fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að vopnin hafi breyst (samt furðulega lítið) sem og umhverfið er spilunin alveg sú sama. Hún er hröð og á stundum skemmtileg, en persónulega finnst mér hún of hröð og of „arcade“, ef svo má að orði komast. Þá virðist sem að fáir séu að spila leikinn á PC, eins og ég, og það kemur fyrir að það þarf að bíða í dágóðan tíma áður en leikirnir geta hafist.Stjörnum prýdd stikla Call of Duty: Infinite Warfare IW býður einnig upp á bardaga við uppvakninga, eins og svo margir aðrir COD-leikir. Þar er hægt að takast einn eða með vinum og ókunnugum við flóðbylgjur uppvakninga sem verða sífellt hraðskreiðari og hættulegri með hverri bylgjunni. Eins og áður er þessi fítus skemmtilegur, en hann hefur einnig lítið sem ekkert breyst. Þrátt fyrir nýtt umhverfi, sem nú er skemmtigarður, þarf að skjóta uppvakninga til að safna peningum, til að kaupa betri vopn og opna ný svæði í skemmtigarðinum. Call of Duty leikirnir líta alltaf vel út og IW er engin undantekning þar á. Hljóðið er frábært, sagan góð og leikurinn er stútfullur af skemmtilegum bardögum og hasar. Það sem stuðar mig þó er að þetta er í raun bara enn einn COD. Þrátt fyrir ný vopn og annað hafa bardagarnir nánast ekkert breyst. Nú í síðustu leikjum er að vísu hægt að stökkva hærra og hlaupa með veggjum, en það er eiginlega líka orðið gamalt. Það er í raun gallinn. Call of Duty er orðið gamalt og þrátt fyrir hugmyndaflug varðandi söguna virðast framleiðendurnir fastir í gömlum förum.Samanburður á grafík Leikjavísir Tengdar fréttir Battlefield 1: Heillaskref aftur á bak Fyrri heimsstyrjöldin reynist tilvalin vettvangur fyrir Battlefield seríuna. 26. október 2016 08:45 FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. 29. september 2016 10:00 Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Leikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. 4. október 2016 20:00 Mafia 3: Frábær skemmtun sem verður að leiðindum Leikurinn einkennist af æðislegum hápunktum og leiðinlegum lágpunktum sem gerast sífellt oftar. 13. október 2016 20:00 Madden 17: Fínpússun skilar miklu Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. 29. september 2016 20:00 Civilization 6: Áratuga reynsla skilar frábærum leik Eins og með svo gott sem alla aðra Civ-leiki, þegar þeir komu út, er CIV 6 líklegast sá besti hingað til. 2. nóvember 2016 08:45 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Call of Duty: Infinite Warfare er þrettándi leikurinn í seríunni sem hefur spannað allt frá fortíðinni til ímyndaðrar framtíðar. IW er skemmtilegur leikur sem virkar eins og um sjö klukkutíma löng hasarmynd en gallinn er sá að þrátt fyrir að leikurinn líti lengra til framtíðarinnar en áður er lítið sem ekkert um framþróun. Galli COD leikjanna er að þeir eru allir nánast eins, sama þó að vettvangurinn breytist. Að þessu sinni er markmið spilara að verja jörðina gegn yfirburðaafli aðmírálsins Salen Kotch og fylgisveina hans innan Settlement Defence Front eða SDF. Kotch er leikinn af Kit Harrington en hann og aðrir meðlimir SDF eru mjög vondir og hata frelsi, einhverra hluta vegna.Það kemur því miður aldrei almennilega fram af hverju Snow og félagar eru svona vondir og af hverju þeir hata jörðina. Leikurinn byrjar á því að útskýra að auðlindir jarðarinnar kláruðustu og því varð nauðsynlegt að sækja nýjar út í geiminn og á aðrar plánetur sólkerfisins.SDF varð til upp nokkurs konar varðsveit sem hafði það markmið að vernda nýlendur jarðarinnar, en einhvern veginn urðu þeir á endanum stærri og valdameiri en jörðin. Skyndiárás SDF á jörðina nánast þurrkar út „góða“ flotann og er markmið spilara að verja jörðina þar til búið er að endurbyggja flotann. Nú geta spilarar flogið um geiminn í geimskutlum, sem svipar mjög til F-22 orrustuþotnanna, og barist við vondu karlanna í geimnum. Það er nokkuð skemmtileg tilbreyting og geimorrustur líta mjög vel út.Geimorrustur eru frekar skemmtilegar, en þó einsleitar í Call of Duty: Infinite Warfare.Persónur leiksins eru mjög vel skrifaðar og talsettar. Söguþráður leiksins er einnig mjög skemmtilegur. Ég hef reyndar lengi verið tiltölulega (jafnvel of) mikið vísindaskáldskaps-nörd og hafði því sérstaklega gaman af heimsókn COD út í geiminn og því hvernig þeir sjá hernað fyrir sér í okkar mögulegu framtíð. Þrátt fyrir mjög góðar persónur leiksins er ein sem án efa stendur öðrum framar. Það er ETH.3n eða Ethan og hann er vélmenni. Ethan hefur verið forritaður sem einstakur hermaður og hann er í rauninni bara frábær gaur. Það eru allmörg ár síðan ég ákvað að fjölspilun Call of Duty væri ekki fyrir mig. Fjölspilunin í IW hefur ekki breytt þeirri ákvörðun. Þá sérstaklega vegna þess að fjölspilunin er nánast alveg eins og hún var þegar ég tók ákvörðunina fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að vopnin hafi breyst (samt furðulega lítið) sem og umhverfið er spilunin alveg sú sama. Hún er hröð og á stundum skemmtileg, en persónulega finnst mér hún of hröð og of „arcade“, ef svo má að orði komast. Þá virðist sem að fáir séu að spila leikinn á PC, eins og ég, og það kemur fyrir að það þarf að bíða í dágóðan tíma áður en leikirnir geta hafist.Stjörnum prýdd stikla Call of Duty: Infinite Warfare IW býður einnig upp á bardaga við uppvakninga, eins og svo margir aðrir COD-leikir. Þar er hægt að takast einn eða með vinum og ókunnugum við flóðbylgjur uppvakninga sem verða sífellt hraðskreiðari og hættulegri með hverri bylgjunni. Eins og áður er þessi fítus skemmtilegur, en hann hefur einnig lítið sem ekkert breyst. Þrátt fyrir nýtt umhverfi, sem nú er skemmtigarður, þarf að skjóta uppvakninga til að safna peningum, til að kaupa betri vopn og opna ný svæði í skemmtigarðinum. Call of Duty leikirnir líta alltaf vel út og IW er engin undantekning þar á. Hljóðið er frábært, sagan góð og leikurinn er stútfullur af skemmtilegum bardögum og hasar. Það sem stuðar mig þó er að þetta er í raun bara enn einn COD. Þrátt fyrir ný vopn og annað hafa bardagarnir nánast ekkert breyst. Nú í síðustu leikjum er að vísu hægt að stökkva hærra og hlaupa með veggjum, en það er eiginlega líka orðið gamalt. Það er í raun gallinn. Call of Duty er orðið gamalt og þrátt fyrir hugmyndaflug varðandi söguna virðast framleiðendurnir fastir í gömlum förum.Samanburður á grafík
Leikjavísir Tengdar fréttir Battlefield 1: Heillaskref aftur á bak Fyrri heimsstyrjöldin reynist tilvalin vettvangur fyrir Battlefield seríuna. 26. október 2016 08:45 FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. 29. september 2016 10:00 Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Leikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. 4. október 2016 20:00 Mafia 3: Frábær skemmtun sem verður að leiðindum Leikurinn einkennist af æðislegum hápunktum og leiðinlegum lágpunktum sem gerast sífellt oftar. 13. október 2016 20:00 Madden 17: Fínpússun skilar miklu Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. 29. september 2016 20:00 Civilization 6: Áratuga reynsla skilar frábærum leik Eins og með svo gott sem alla aðra Civ-leiki, þegar þeir komu út, er CIV 6 líklegast sá besti hingað til. 2. nóvember 2016 08:45 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Battlefield 1: Heillaskref aftur á bak Fyrri heimsstyrjöldin reynist tilvalin vettvangur fyrir Battlefield seríuna. 26. október 2016 08:45
FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. 29. september 2016 10:00
Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Leikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. 4. október 2016 20:00
Mafia 3: Frábær skemmtun sem verður að leiðindum Leikurinn einkennist af æðislegum hápunktum og leiðinlegum lágpunktum sem gerast sífellt oftar. 13. október 2016 20:00
Madden 17: Fínpússun skilar miklu Undanfarin ár hafa Madden leikirnir orðið betri og betri. 29. september 2016 20:00
Civilization 6: Áratuga reynsla skilar frábærum leik Eins og með svo gott sem alla aðra Civ-leiki, þegar þeir komu út, er CIV 6 líklegast sá besti hingað til. 2. nóvember 2016 08:45