Eins og erfitt kvöld úti á lífinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. nóvember 2016 11:30 Gauti lendir mikið í því að fólk rappar í eyrað á honum og segir honum í trúnaði eitt og annað sem hann vill ekki vita. Emmsjé Gauti hefur í undirbúningi fyrir nýjustu plötuna sína 17. nóvember, sem kemur út eftir örfáa daga, látið búa til eftirmynd sína úr plasti, en hann lét föndra handa sér dótakall í stíl He-Man-fígúranna og nú síðast gaf hann út tölvuleik þar sem hann sjálfur fer með aðalhlutverkið. Á vefsíðunni emmsje.is má finna tölvuleikinn og er þar bregður leikmaðurinn sér í hlutverk Gauta og markmiðið er að aðstoða hann við að komast á skemmtistaðinn Prikið þar sem hann á að halda tónleika. En hans bíða ýmsar hindranir á leiðinni – til að mynda er drukkinn lýðurinn sífellt að stoppa Gauta af og draga hann á trúnó, en það er mjög mikilvægt annaðhvort að stökkva yfir þessa erfiðu djammara eða hreinlega stökkva ofan á þá og losna þar með við þá út úr myndinni. Gauti villist meðal annars inn á B5 en þar þarf hann að passa sig á flöskuborðum og laganemum og lendir í ýmsum öðrum hremmingum.Upphafsskjár leiksins gæti kveikt nostalgíu hjá einhverjum af gamla skólanum.Leikurinn er í stíl tölvuleikja frá seinni hluta níunda áratugarins og fyrri hluta þess tíunda og hefur tónlist eftir Gauta verið sett í viðeigandi form og spilast undir meðan á leik stendur.Hvernig kom til að þú ákvaðst að gera tölvuleik? „Í raun og veru er þetta snjóbolti sem hefur stækkað og stækkað síðustu vikurnar. Í september tek ég þá ákvörðun að gefa út nýja plötu hjá útgáfufyrirtæki Priksins sem heitir Sticky plötuútgáfa. Geoffrey Skywalker kom með þá hugmynd að fá „Viktors Vintage“ sem sérhæfir sig í að gera retró-dótakalla til að gera eitt stykki Emmsjé Gautafígúru. Eftir það var tekin sú ákvörðun að vinna allt myndefni í þeim stíl sem kallinn er í.Gauti staddur fyrir utan skemmtistaðinn B5 en hann vill stundum ramba þangað inn og festast.Það er svo eitt kvöldið sem ég er að skoða internetið að ég rekst á tölvuleik eftir Skúla Óskarsson sem var hannaður í Gameboy-þema. Ég hafði samband við hann og við skutum á milli okkar hugmyndum sem endaði með því að við ákváðum að gera tölvuleik saman. Þegar leið á ferlið ákváðum við að fara alla leið og fengum með okkur í lið fólk sem sá um „cutscenes“ eða milligrafík og tónlist fyrir leikinn en milligrafíkin var í höndum Örnu Beth og Ingi Már Úlfarsson, sem er partur af pródúsertíminu Reddlights, sá um hljóðvinnsluna. Útkoman er frábær og það er búið að vera mjög skemmtilegt að vinna með þessum yndislega hópi.“Það er að sjálfsögðu hægt að sveifla ljósakrónunum inn á Prikinu.Margir hafa orð á því að leikurinn sé alveg fáránlega erfiður, er það viljandi gert? „Þetta er í raun og veru bara í stíl við restina af eitís-tölvuleikjunum. Þeir litu oft út fyrir að vera auðveldir við fyrstu sýn en voru svo ótrúlega krefjandi. Donkey Kong er mjög gott dæmi um það og þess má geta að það er uppáhalds arcade-leikurinn minn og það er hægt að spila hann á Fredda.“Er atburðarásin í leiknum bara venjulegt kvöld úti á lífinu fyrir þig? „Það má alveg segja það. Ég fer ekki út á skemmtanalífið án þess að einhver vilji fara á trúnó við mig eða rappa í eyrað á mér. Svo held ég að það séu margir sem tengja við það að villast inn á B5 og festast á troðfullu dansgólfinu. Það getur verið fínt að detta inn á B5 en það getur líka verið algjört hell. Mér líður langbest á Prikinu þegar ég fer út að skemmta mér. Hanga hjá DJ-borðinu á neðri hæðinni og horfa á dýragarðinn meðan ljósin sveiflast í takt við tónlistina,“ segir Gauti að lokum. Leikjavísir Tengdar fréttir Gauti gaf þjóðinni sjúklega erfiðan tölvuleik Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf í dag út nýjan tölvuleik. 10. nóvember 2016 16:30 Íslendingar gera GameBoy leiki Fimm íslendingar þátt í BGJAM keppninni hvar þeir keppast um hver býr til besta leikinn í GameBoy þema. Skúli Óskarsson er einn þeirra en hann hefur fiktað við tölvuleikjagerð í nokkur ár. 15. október 2016 09:00 Æskudraumar Emmsjé Gauta rætast Emmsjé Gauti hefur látið búa til eftirlíkingu af sjálfum sér sem He-man. Hann fetar þar í fótspor Birgittu Haukdal en kallinn verður þó ekki til sölu nema í takmörkuðu upplagi. Þetta gerir hann meðfram útgáfu á nýrri plötu, 17. nóvember, og tölvuleik. 27. október 2016 10:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Emmsjé Gauti hefur í undirbúningi fyrir nýjustu plötuna sína 17. nóvember, sem kemur út eftir örfáa daga, látið búa til eftirmynd sína úr plasti, en hann lét föndra handa sér dótakall í stíl He-Man-fígúranna og nú síðast gaf hann út tölvuleik þar sem hann sjálfur fer með aðalhlutverkið. Á vefsíðunni emmsje.is má finna tölvuleikinn og er þar bregður leikmaðurinn sér í hlutverk Gauta og markmiðið er að aðstoða hann við að komast á skemmtistaðinn Prikið þar sem hann á að halda tónleika. En hans bíða ýmsar hindranir á leiðinni – til að mynda er drukkinn lýðurinn sífellt að stoppa Gauta af og draga hann á trúnó, en það er mjög mikilvægt annaðhvort að stökkva yfir þessa erfiðu djammara eða hreinlega stökkva ofan á þá og losna þar með við þá út úr myndinni. Gauti villist meðal annars inn á B5 en þar þarf hann að passa sig á flöskuborðum og laganemum og lendir í ýmsum öðrum hremmingum.Upphafsskjár leiksins gæti kveikt nostalgíu hjá einhverjum af gamla skólanum.Leikurinn er í stíl tölvuleikja frá seinni hluta níunda áratugarins og fyrri hluta þess tíunda og hefur tónlist eftir Gauta verið sett í viðeigandi form og spilast undir meðan á leik stendur.Hvernig kom til að þú ákvaðst að gera tölvuleik? „Í raun og veru er þetta snjóbolti sem hefur stækkað og stækkað síðustu vikurnar. Í september tek ég þá ákvörðun að gefa út nýja plötu hjá útgáfufyrirtæki Priksins sem heitir Sticky plötuútgáfa. Geoffrey Skywalker kom með þá hugmynd að fá „Viktors Vintage“ sem sérhæfir sig í að gera retró-dótakalla til að gera eitt stykki Emmsjé Gautafígúru. Eftir það var tekin sú ákvörðun að vinna allt myndefni í þeim stíl sem kallinn er í.Gauti staddur fyrir utan skemmtistaðinn B5 en hann vill stundum ramba þangað inn og festast.Það er svo eitt kvöldið sem ég er að skoða internetið að ég rekst á tölvuleik eftir Skúla Óskarsson sem var hannaður í Gameboy-þema. Ég hafði samband við hann og við skutum á milli okkar hugmyndum sem endaði með því að við ákváðum að gera tölvuleik saman. Þegar leið á ferlið ákváðum við að fara alla leið og fengum með okkur í lið fólk sem sá um „cutscenes“ eða milligrafík og tónlist fyrir leikinn en milligrafíkin var í höndum Örnu Beth og Ingi Már Úlfarsson, sem er partur af pródúsertíminu Reddlights, sá um hljóðvinnsluna. Útkoman er frábær og það er búið að vera mjög skemmtilegt að vinna með þessum yndislega hópi.“Það er að sjálfsögðu hægt að sveifla ljósakrónunum inn á Prikinu.Margir hafa orð á því að leikurinn sé alveg fáránlega erfiður, er það viljandi gert? „Þetta er í raun og veru bara í stíl við restina af eitís-tölvuleikjunum. Þeir litu oft út fyrir að vera auðveldir við fyrstu sýn en voru svo ótrúlega krefjandi. Donkey Kong er mjög gott dæmi um það og þess má geta að það er uppáhalds arcade-leikurinn minn og það er hægt að spila hann á Fredda.“Er atburðarásin í leiknum bara venjulegt kvöld úti á lífinu fyrir þig? „Það má alveg segja það. Ég fer ekki út á skemmtanalífið án þess að einhver vilji fara á trúnó við mig eða rappa í eyrað á mér. Svo held ég að það séu margir sem tengja við það að villast inn á B5 og festast á troðfullu dansgólfinu. Það getur verið fínt að detta inn á B5 en það getur líka verið algjört hell. Mér líður langbest á Prikinu þegar ég fer út að skemmta mér. Hanga hjá DJ-borðinu á neðri hæðinni og horfa á dýragarðinn meðan ljósin sveiflast í takt við tónlistina,“ segir Gauti að lokum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Gauti gaf þjóðinni sjúklega erfiðan tölvuleik Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf í dag út nýjan tölvuleik. 10. nóvember 2016 16:30 Íslendingar gera GameBoy leiki Fimm íslendingar þátt í BGJAM keppninni hvar þeir keppast um hver býr til besta leikinn í GameBoy þema. Skúli Óskarsson er einn þeirra en hann hefur fiktað við tölvuleikjagerð í nokkur ár. 15. október 2016 09:00 Æskudraumar Emmsjé Gauta rætast Emmsjé Gauti hefur látið búa til eftirlíkingu af sjálfum sér sem He-man. Hann fetar þar í fótspor Birgittu Haukdal en kallinn verður þó ekki til sölu nema í takmörkuðu upplagi. Þetta gerir hann meðfram útgáfu á nýrri plötu, 17. nóvember, og tölvuleik. 27. október 2016 10:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Gauti gaf þjóðinni sjúklega erfiðan tölvuleik Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf í dag út nýjan tölvuleik. 10. nóvember 2016 16:30
Íslendingar gera GameBoy leiki Fimm íslendingar þátt í BGJAM keppninni hvar þeir keppast um hver býr til besta leikinn í GameBoy þema. Skúli Óskarsson er einn þeirra en hann hefur fiktað við tölvuleikjagerð í nokkur ár. 15. október 2016 09:00
Æskudraumar Emmsjé Gauta rætast Emmsjé Gauti hefur látið búa til eftirlíkingu af sjálfum sér sem He-man. Hann fetar þar í fótspor Birgittu Haukdal en kallinn verður þó ekki til sölu nema í takmörkuðu upplagi. Þetta gerir hann meðfram útgáfu á nýrri plötu, 17. nóvember, og tölvuleik. 27. október 2016 10:00