Keyrði á eigið herbergi: „Allt í einu er ég bara búin að keyra á húsið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2016 20:30 "Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta“ Mynd/Íris Katla Hin 17 ára gamla Íris Katla Jónsdóttir kom foreldrum sínum á óvart í gær þegar hún keyrði á sitt eigið herbergi. Foreldrar hennar voru þó ekki heima þegar atvikið átti sér stað og héldu það að Íris væri að stríða þeim þegar hún sagði þeim frá hvað hafði gerst. Írís býr á Akureyri og var að leggja bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan hjá foreldrum sínum, fyrir utan heimili þeirra. „Ég var að keyra inn í heimkeyrsluna og var að vanda mig eins og ég gat. Það var hjól og ég var að fylgjast með því,“ segir Íris Katla í samtali við Vísi. „Allt í einu er ég svo bara búin að keyra á húsið.“Það er ekki allir sem geta sagst hafa keyrt á eigið herbergi.Mynd/Íris KatlaLeit í kringum sig til að sjá hvort einhver hafi séð þetta Svo virðist sem að Íris Katla hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bílinn skall á bílskúr hússins sem búið er að gera upp og breyta í herbergi, herbergið hennar Írisar. „Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta,“ segir Íris en hún segist hafa verið frekar róleg í fyrstu enda sást lítið sem ekkert á bílnum og ekki mikið á húsinu sjálfu. Skap hennar breyttist þó þegar hún kom inn í herbergið sitt. „Það er sprunga allann vegginn og pípurnar sem liggja í ofninn sprungu næstum því,“ segir Íris sem afréð að segja ekki foreldrum sínum, sem voru í Reykjavík, alveg strax frá þessu enda þurfti hún að drífa sig í vinnuna.Pabbi hennar grínaðist með þetta á Twitter Þegar hún kom heim úr vinnunni hringdi hún svo í foreldra sína sem héldu að hún væri að plata sig. Það breyttist þó þegar hún sendi þeim mynd og segir Íris að þau hafi orðið ansi pirruð. Svo virðist þó sem að þau hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni. Faðir Írisar er Jón Ólafsson sem rekur tæknivefsíðuna Lappari.com. Hann hefur verið að grínast með atvikið á Twitter í dag.Lánaði dóttir minni bílinn og hún keyrði á húsið mitt...#kostnaðarliðurinn https://t.co/Lh0Ax97C0X— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs Íris: Pabbi ég borga þetta bara sjálf...Ég: Giska á 500 þús kall með vinnuÍris: uhhhhÍris: Við finnum útúr þessu saman— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016@jonolafs Samt smá séns að þetta verði til þess að hún taki til inni hjá sér.... leyfi mér að vona— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs En hún meiddi síg ekkert.... það skiptir öllu sko— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Hin 17 ára gamla Íris Katla Jónsdóttir kom foreldrum sínum á óvart í gær þegar hún keyrði á sitt eigið herbergi. Foreldrar hennar voru þó ekki heima þegar atvikið átti sér stað og héldu það að Íris væri að stríða þeim þegar hún sagði þeim frá hvað hafði gerst. Írís býr á Akureyri og var að leggja bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan hjá foreldrum sínum, fyrir utan heimili þeirra. „Ég var að keyra inn í heimkeyrsluna og var að vanda mig eins og ég gat. Það var hjól og ég var að fylgjast með því,“ segir Íris Katla í samtali við Vísi. „Allt í einu er ég svo bara búin að keyra á húsið.“Það er ekki allir sem geta sagst hafa keyrt á eigið herbergi.Mynd/Íris KatlaLeit í kringum sig til að sjá hvort einhver hafi séð þetta Svo virðist sem að Íris Katla hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bílinn skall á bílskúr hússins sem búið er að gera upp og breyta í herbergi, herbergið hennar Írisar. „Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta,“ segir Íris en hún segist hafa verið frekar róleg í fyrstu enda sást lítið sem ekkert á bílnum og ekki mikið á húsinu sjálfu. Skap hennar breyttist þó þegar hún kom inn í herbergið sitt. „Það er sprunga allann vegginn og pípurnar sem liggja í ofninn sprungu næstum því,“ segir Íris sem afréð að segja ekki foreldrum sínum, sem voru í Reykjavík, alveg strax frá þessu enda þurfti hún að drífa sig í vinnuna.Pabbi hennar grínaðist með þetta á Twitter Þegar hún kom heim úr vinnunni hringdi hún svo í foreldra sína sem héldu að hún væri að plata sig. Það breyttist þó þegar hún sendi þeim mynd og segir Íris að þau hafi orðið ansi pirruð. Svo virðist þó sem að þau hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni. Faðir Írisar er Jón Ólafsson sem rekur tæknivefsíðuna Lappari.com. Hann hefur verið að grínast með atvikið á Twitter í dag.Lánaði dóttir minni bílinn og hún keyrði á húsið mitt...#kostnaðarliðurinn https://t.co/Lh0Ax97C0X— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs Íris: Pabbi ég borga þetta bara sjálf...Ég: Giska á 500 þús kall með vinnuÍris: uhhhhÍris: Við finnum útúr þessu saman— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016@jonolafs Samt smá séns að þetta verði til þess að hún taki til inni hjá sér.... leyfi mér að vona— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs En hún meiddi síg ekkert.... það skiptir öllu sko— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira