Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2016 18:59 Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. Ríkisendurskoðun telur vinnubrögð bankans við sölurnar hafa skaðað orðspor hans auk þess að lægra verð fékkst fyrir eignir miðað við verðmæti. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrsla um eignasölu Landsbankans árin 2010-2016. Tilefnið var fjölmargar formlegar og óformlegar beiðnir frá meðal annars einstaka þingmönnum, Bankasýslu ríkisins og bankanum sjálfum um að taka eignasölur síðustu ár til skoðunar.Lægra verð en vænta mátti Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega vikið að sölu Landsbankans á hlut sínum í sjö félögum en hlutirnir voru allir seldir í lokuðu söluferli. Í niðurstöðu Ríkisendurskoðunar kemur fram: „Allar þessar sölur fóru fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu.”Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Vísir/AntonRíkisendurskoðun telur Landsbankann hafa þurft að fylgja betur þeim meginkröfum að selja eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum. Þá segir: „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar.”Endurreisa þurfi orðspor bankans Ríkisendurskoðun gagnrýnir Landsbankann sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. en við söluna var ekki gert ráð fyrir arði af sölu Borgunar á þessum eignarhlut. Hins vegar sé erfitt að meta þá fjárhæð sem bankinn fór á mis við. Landsbankinn hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað um aðild Borgunar að Visa Europe. Um þetta segir í skýrslunni: „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe.” Loks segir í skýrslunni: „Þeirri ábendingu er beint til bankaráðs Landsbankans að grípa til ráðstafana til að endurreisa orðspor bankans.”Nýtur trausts á meðan hann starfar sem bankastjóri Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir bankaráðið taka niðurstöðuna alvarlega og hann hafi og muni bregðast við henni. „Við erum líka búin að innleiða stefnu. Bæði um orðsporsáhættu og eignasölu. Þar er til dæmis gerð ríkari krafa um að undantekningar frá opnu söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar,” segir Helga. Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Nýtur Steinþór Pálsson trausts bankastjórnar Landsbankans til þess að gegna sínu starfi áfram? „Meðan hann er bankastjóri við stjórn bankans að þá nýtur hann trausts bankaráðs.”En til þess að sinna því starfi áfram? „Ég bara ítreka þetta svar. Hann er bankastjóri og á meðan hann er bankastjóri að þá nýtur hann trausts,” segir Helga. Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira
Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. Ríkisendurskoðun telur vinnubrögð bankans við sölurnar hafa skaðað orðspor hans auk þess að lægra verð fékkst fyrir eignir miðað við verðmæti. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrsla um eignasölu Landsbankans árin 2010-2016. Tilefnið var fjölmargar formlegar og óformlegar beiðnir frá meðal annars einstaka þingmönnum, Bankasýslu ríkisins og bankanum sjálfum um að taka eignasölur síðustu ár til skoðunar.Lægra verð en vænta mátti Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega vikið að sölu Landsbankans á hlut sínum í sjö félögum en hlutirnir voru allir seldir í lokuðu söluferli. Í niðurstöðu Ríkisendurskoðunar kemur fram: „Allar þessar sölur fóru fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu.”Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Vísir/AntonRíkisendurskoðun telur Landsbankann hafa þurft að fylgja betur þeim meginkröfum að selja eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum. Þá segir: „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar.”Endurreisa þurfi orðspor bankans Ríkisendurskoðun gagnrýnir Landsbankann sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. en við söluna var ekki gert ráð fyrir arði af sölu Borgunar á þessum eignarhlut. Hins vegar sé erfitt að meta þá fjárhæð sem bankinn fór á mis við. Landsbankinn hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað um aðild Borgunar að Visa Europe. Um þetta segir í skýrslunni: „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe.” Loks segir í skýrslunni: „Þeirri ábendingu er beint til bankaráðs Landsbankans að grípa til ráðstafana til að endurreisa orðspor bankans.”Nýtur trausts á meðan hann starfar sem bankastjóri Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir bankaráðið taka niðurstöðuna alvarlega og hann hafi og muni bregðast við henni. „Við erum líka búin að innleiða stefnu. Bæði um orðsporsáhættu og eignasölu. Þar er til dæmis gerð ríkari krafa um að undantekningar frá opnu söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar,” segir Helga. Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Nýtur Steinþór Pálsson trausts bankastjórnar Landsbankans til þess að gegna sínu starfi áfram? „Meðan hann er bankastjóri við stjórn bankans að þá nýtur hann trausts bankaráðs.”En til þess að sinna því starfi áfram? „Ég bara ítreka þetta svar. Hann er bankastjóri og á meðan hann er bankastjóri að þá nýtur hann trausts,” segir Helga.
Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38