Ótrúleg heppni mótorhjólamanns Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2016 13:27 Sá heppni að taka flugið. Því fylgir alltaf nokkur hætta að aka mótorhjóli, enda ökumenn þeirra bæði berskjaldaðri og ekki eins sýnilegir og bílar. Skertum sýnileika var þó ekki fyrir að fara í þessu tilfelli þar sem ökumaður mótorhjóls ekur bæði alltof hratt að gatnamótum og dúndrar líkt og viljandi beint á saklausan ökumann Lada leigubíls. Þetta gerðist í umferðinni í Rússlandi um daginn, eins og reyndar margt annað skrautlegt sem endar á vefnum. Það sem er þó merkilegast við þennan árekstur eru afdrif mótorhjólamannsins, en hann verður að teljast með heppnari mönnum. Við áreksturinn svífur hann í loft upp og fær þægilega lendingu uppá þaki Lada bílsins, eins og þangað hafi alltaf verið meiningin að fara. Hann rennur sér að lokum ofan af bílnum, alveg stráheill. Í flestum svona árekstrum eru afdrif ökumanna mótorhjóla ekki á þessa lund, en þessi virðist eiga sér nokkur líf. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Því fylgir alltaf nokkur hætta að aka mótorhjóli, enda ökumenn þeirra bæði berskjaldaðri og ekki eins sýnilegir og bílar. Skertum sýnileika var þó ekki fyrir að fara í þessu tilfelli þar sem ökumaður mótorhjóls ekur bæði alltof hratt að gatnamótum og dúndrar líkt og viljandi beint á saklausan ökumann Lada leigubíls. Þetta gerðist í umferðinni í Rússlandi um daginn, eins og reyndar margt annað skrautlegt sem endar á vefnum. Það sem er þó merkilegast við þennan árekstur eru afdrif mótorhjólamannsins, en hann verður að teljast með heppnari mönnum. Við áreksturinn svífur hann í loft upp og fær þægilega lendingu uppá þaki Lada bílsins, eins og þangað hafi alltaf verið meiningin að fara. Hann rennur sér að lokum ofan af bílnum, alveg stráheill. Í flestum svona árekstrum eru afdrif ökumanna mótorhjóla ekki á þessa lund, en þessi virðist eiga sér nokkur líf.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent