Knastáslaus vél í fyrsta fjöldaframleidda bílinn 21. nóvember 2016 12:30 Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent