Innlent

„Gríðarlegt tjón sem þetta blessaða fólk hefur orðið fyrir“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Slökkvistarf mun standa eitthvað fram yfir hádegi, segir Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi.
Slökkvistarf mun standa eitthvað fram yfir hádegi, segir Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi. Vísir/gva
Slökkviliðsmenn vinna nú að því að slökkva í síðustu glæðunum í fiskþurrkunarhúsum við bæinn Miðhraun á Snæfellsnesi. Mikill eldur kom upp í morgun, og er tjónið gríðarlegt, að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra.

„Það voru tvö gríðarstór hús alelda þegar við komum hér að,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann segir að þrjú stór fiskþurrkunarhús séu við bæinn. Eldurinn hafi komið upp í einu þeirra og tekist að teygja sig yfir í næsta hús, en að slökkviliðsmenn hafi getað varið þriðja og stærsta húsið með eldvarnarvegg. Hins vegar sé ljóst að um altjón sé að ræða.

„Það er allt farið. Þetta er alveg gríðarlegt tjón sem þetta blessaða fólk hefur orðið fyrir,“ segir Bjarni.

Eldurinn kom upp á fimmta tímanum í morgun en eldsupptök eru enn ókunn, en lögregla fer með rannsókn málsins. Flutningabílstjóri , sem átti leið hjá bænum, varð var við eldinn og gerði neyðarlínunni viðvart.

Bjarni segist gera ráð fyrir að slökkvistarf muni standa yfir í um tvær til þrjár klukkustundir til viðbótar.


Tengdar fréttir

Mikill eldsvoði á Snæfellsnesi

Allt slökkvilið Borgarbyggðar ásamt slökkviliðum af öllu Snæfellsnesi og frá Akranesi, berjast nú við mikinn eld í tveimur stórum fiskþurkunarhúsum að bænum Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi, skammt frá Vegamótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×