Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira