Körfubolti

Israel Martin aftur á Krókinn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Israel Martin fagnar af innlifun.
Israel Martin fagnar af innlifun. vísir/anton
Spænski þjálfarinn Israel Martin er nú kominn aftur til Tindastóls, eftir að hafa þjálfað danska stórliðið Bakken Bears á síðasta ári.

Martin mun gegna stöðu framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildar Tindastóls, en frá þessu er greint á fréttavefnum Feyki í Skagafirði.

Hann mun auk þess sjá um þjálfun hjá unglingaflokki kvenna og taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.

Israel Martin náði eftirtektarverðum árangri sem aðalþjálfari Tindastóls, leiktímabilið 2014-2015. Liðið endaði þá í 2. sæti í Domino's-deildinni og lék til úrslita gegn KR-ingum, en tapaði 3-1.

Ennfremur var Martin kosinn þjálfari ársins hér á landi.

Undir hans stjórn komst Bakken í úrslitin í Danmörku en liðið tapaði gegn Horsens. Bakken varð í öðru sæti í deildarkeppninni og varð bikarmeistari, en það dugði ekki til - Martin var látinn fara frá félaginu. Hann var þó valinn þjálfari ársins í danmörku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×