Þrjár milljónir Subaru í Indiana Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 16:00 Bíll nr. 3.000.000 í Indiana var Subaru Outback. Subaru í Bandaríkjunum fagnaði þeim áfanga í lok júlí að þrjár milljónir Subaru bíla hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Indiana sem tók til starfa í september árið 1989. Þriðja milljónasta eintakið sem kom af færibandinu þann 28. júlí var af gerðinni Subaru Outback. Eftirspurn eftir Subaru hefur aukist á liðnum árum í Bandaríkjunum sem mætt hefur verið með aukinni framleiðslu í verksmiðjunni í Indiana. Þar var sett framleiðslumet á síðasta ári þegar 18,5% fleiri bílar komu af færiböndunum en árið á undan, eða alls 228.804 bílar. Subaru hefur ákveðið að auka framleiðslugetuna í 394 þúsund bíla á ári og verður lokið við nauðsynlegar breytingar á framleiðslulínunni í lok ársins. Frekari breytingar eru þó fyrirhugaðar því stefnt er að því að auka framleiðslugetuna enn frekar á næstu misserum og frá og með fyrri hluta árs 2019 er stefnt að því að verksmiðjan geti afkastað framleiðslu á 436 þúsund bílum á ári. Síðar á þessu ári hefst framleiðsla á nýjum Impreza í Indiana og árið 2018 hefst þar einnig framleiðsla á nýjum jepplingi með þremur sætisröðum sem tekur við af núverandi Tribeca jeppa. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent
Subaru í Bandaríkjunum fagnaði þeim áfanga í lok júlí að þrjár milljónir Subaru bíla hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Indiana sem tók til starfa í september árið 1989. Þriðja milljónasta eintakið sem kom af færibandinu þann 28. júlí var af gerðinni Subaru Outback. Eftirspurn eftir Subaru hefur aukist á liðnum árum í Bandaríkjunum sem mætt hefur verið með aukinni framleiðslu í verksmiðjunni í Indiana. Þar var sett framleiðslumet á síðasta ári þegar 18,5% fleiri bílar komu af færiböndunum en árið á undan, eða alls 228.804 bílar. Subaru hefur ákveðið að auka framleiðslugetuna í 394 þúsund bíla á ári og verður lokið við nauðsynlegar breytingar á framleiðslulínunni í lok ársins. Frekari breytingar eru þó fyrirhugaðar því stefnt er að því að auka framleiðslugetuna enn frekar á næstu misserum og frá og með fyrri hluta árs 2019 er stefnt að því að verksmiðjan geti afkastað framleiðslu á 436 þúsund bílum á ári. Síðar á þessu ári hefst framleiðsla á nýjum Impreza í Indiana og árið 2018 hefst þar einnig framleiðsla á nýjum jepplingi með þremur sætisröðum sem tekur við af núverandi Tribeca jeppa.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent