Engin lög ráða við ástina Snærós Sindradóttir skrifar 9. ágúst 2016 07:00 Um helgina gekk ég að eiga unnusta minn í faðmi fjölskyldu og vina í Bolungarvík. Á okkur er nokkur aldursmunur, ég er 24 ára og hann 38 ára gamall, en það breytir því ekki að ástin er sterk, sönn og einföld. Eins og ég vil hafa hana. Enginn veislugestur gat efast um þetta hjónaband. Hjónavígsluvottorðinu var skilað til sýslumanns í gær og þar verðum við stimpluð til lagalegra réttinda, skuldbindinga og alls þess sem hjónaband felur í sér. Nú erfi ég manninn minn, og öfugt, ég á nú helming eigna hans, og öfugt (sem eru vond skipti fyrir hann því ég á ekkert nema sjálfa mig), og flutningar til útlanda verða umtalsvert auðveldari. Allt þetta því ég er svo heppin að fæðast á Íslandi. Staðan væri nefnilega önnur ef við værum par af erlendu bergi brotið að flytja til fyrirheitna landsins Íslands. Í lögum um útlendinga stendur að ef annar maki í hjónabandi er 24 ára eða yngri beri ávallt að kanna hvort stofnað hafi verið til hjúskaparins í þeim eina tilgangi að fá hér dvalarleyfi eða með vilja beggja hjóna. Væri ég, eða maðurinn minn, útlendingur hæfist semsagt rannsókn á því hvort um málamyndahjúskap væri að ræða. Engin lög ná utan um ástina en hjónaband er lagalegur gjörningur. Væri það meiri synd að giftast vegna praktískra ástæðna ef maður er útlendingur en Íslendingur? Á síðasta ári hóf Útlendingastofnun rannsókn á hjónabandi pars frá Víetnam. Starfsmaður Landspítalans braut lög þegar hann sagði stofnuninni, í tengslum við fæðingu dóttur þeirra, að konan væri barnaleg og maðurinn óframfærinn. Útlendingastofnun reiddi fram sönnunargögn sem sýndu konuna tárast í brúðkaupinu. Guð minn góður hvað það var grátið mikið í mínu brúðkaupi. Milljón gleðitárum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Snærós Sindradóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Um helgina gekk ég að eiga unnusta minn í faðmi fjölskyldu og vina í Bolungarvík. Á okkur er nokkur aldursmunur, ég er 24 ára og hann 38 ára gamall, en það breytir því ekki að ástin er sterk, sönn og einföld. Eins og ég vil hafa hana. Enginn veislugestur gat efast um þetta hjónaband. Hjónavígsluvottorðinu var skilað til sýslumanns í gær og þar verðum við stimpluð til lagalegra réttinda, skuldbindinga og alls þess sem hjónaband felur í sér. Nú erfi ég manninn minn, og öfugt, ég á nú helming eigna hans, og öfugt (sem eru vond skipti fyrir hann því ég á ekkert nema sjálfa mig), og flutningar til útlanda verða umtalsvert auðveldari. Allt þetta því ég er svo heppin að fæðast á Íslandi. Staðan væri nefnilega önnur ef við værum par af erlendu bergi brotið að flytja til fyrirheitna landsins Íslands. Í lögum um útlendinga stendur að ef annar maki í hjónabandi er 24 ára eða yngri beri ávallt að kanna hvort stofnað hafi verið til hjúskaparins í þeim eina tilgangi að fá hér dvalarleyfi eða með vilja beggja hjóna. Væri ég, eða maðurinn minn, útlendingur hæfist semsagt rannsókn á því hvort um málamyndahjúskap væri að ræða. Engin lög ná utan um ástina en hjónaband er lagalegur gjörningur. Væri það meiri synd að giftast vegna praktískra ástæðna ef maður er útlendingur en Íslendingur? Á síðasta ári hóf Útlendingastofnun rannsókn á hjónabandi pars frá Víetnam. Starfsmaður Landspítalans braut lög þegar hann sagði stofnuninni, í tengslum við fæðingu dóttur þeirra, að konan væri barnaleg og maðurinn óframfærinn. Útlendingastofnun reiddi fram sönnunargögn sem sýndu konuna tárast í brúðkaupinu. Guð minn góður hvað það var grátið mikið í mínu brúðkaupi. Milljón gleðitárum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun