Innlent

Minnst fimm innbrot tilkynnt til lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst minnst fimm tilkynningar um innbrot í nótt. Í öllum tilvikum er ekki vitað fyrir vissu hverju var stolið en í eitt skiptið kom heimilisfólk að þjófinum og lagði hann á flótta. Innbrotin voru tilkynnt í Hafnarfirði, Garðabæ, Árbæ og í Kvíslahverfi.

Einnig barst tilkynning um bílveltu á Heiðmerkurvegi þar sem bíllinn endaði á toppnum. Bæði ökumaður og farþegi komust sjálf út og engan sakaði.

Þá var einnig eitthvað um stúta í nótt og var einn þeirra á ótryggðum bíl. Einn ökumaður sem var stöðvaður í Hafnarfirði var grunaður um ölvun og hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Annar ökumaður hafði áður verið sviptur réttindum.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar voru minnst sex ökumenn grunaðir um ölvun í gærkvöldi og í nótt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×