Audi kynnti framtíðina í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 13:17 Audi h-tron Quattro vetnisbíll. Audi AG kynnti spennandi nýjungar á nýafstaðinni NAIAS bílasýningunni í Detroit. Þar má fyrstan nefna nýjan Audi A4 allroad quattro. A4 er áfram með frábæru quattro fjórhjóladrifi en auk þess að vera léttari og með aukna veghæð er hann nú í fyrsta skipti með nýrri offroad akstursstillingu. Nýr A4 er væntanlegur í Audi salinn hjá HEKLU á næstu vikum og allroad útgáfan kemur til landins á vormánuðum. Audi hefur það að markmiði að auka úrvalið af fjölbreyttum aflgjöfum og býður upp á sérhannaðar lausnir fyrir viðskiptavini sína á heimsvísu. Ein aðalstjarnan í framtíðaráformum Audi er vetnisbíll sem gengur undir vinnuheitinu Audi h-tron quattro concept og var frumsýndur á sýningunni. Með vetnisbílnum er mikilvægum áfanga náð á leiðinni til breyttrar og vistvænni framtíðar. Hann státar af fimmtu kynslóð efnarafgjafatækni frá Audi og Volkswagen og dregur allt að 600 kílómetra. Með Audi h-tron er sýnt fram á hversu gríðarleg tækifæri felast í tækninýjungum í efnarafgjöfum. Tengiltvinnbíllinn A3 e-tron frá Audi hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2104 og í mars mætir Audi Q7 e-tron tengiltvinnbíllinn til leiks. Árið 2018 verður svo hafist handa við framleiðslu á rafmagnsjepplingum í verksmiðju Audi í Brussel. Forsmekkurinn af slíkum hreinum rafmagnsbílum var sýndur fyrst á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra í formi Audi e-tron quattro concept. Hvað stærð varðar verða rafmagnsjepplingarnir staðstettir á milli Q5 og Q7 í vörusafni Audi AG. Þeir verða búnir þremur rafmagnsmótorum og afkastamiklum rafgeymi. Útlitið verður sportlegt og þeir munu bjóða upp á hámarks aksturseiginleika, um 500 kílómetra drægni og hraðhleðslu. Í verksmiðjunni í Brussel hyggst Audi einnig hefja framleiðsla á rafgeymum og mun hún því gegna lykilhlutverki í rafvæðingu hjá fyrirtækinu.Audi e-tron Quattro rafmagnsbíll.Audi A4 Allroad. Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent
Audi AG kynnti spennandi nýjungar á nýafstaðinni NAIAS bílasýningunni í Detroit. Þar má fyrstan nefna nýjan Audi A4 allroad quattro. A4 er áfram með frábæru quattro fjórhjóladrifi en auk þess að vera léttari og með aukna veghæð er hann nú í fyrsta skipti með nýrri offroad akstursstillingu. Nýr A4 er væntanlegur í Audi salinn hjá HEKLU á næstu vikum og allroad útgáfan kemur til landins á vormánuðum. Audi hefur það að markmiði að auka úrvalið af fjölbreyttum aflgjöfum og býður upp á sérhannaðar lausnir fyrir viðskiptavini sína á heimsvísu. Ein aðalstjarnan í framtíðaráformum Audi er vetnisbíll sem gengur undir vinnuheitinu Audi h-tron quattro concept og var frumsýndur á sýningunni. Með vetnisbílnum er mikilvægum áfanga náð á leiðinni til breyttrar og vistvænni framtíðar. Hann státar af fimmtu kynslóð efnarafgjafatækni frá Audi og Volkswagen og dregur allt að 600 kílómetra. Með Audi h-tron er sýnt fram á hversu gríðarleg tækifæri felast í tækninýjungum í efnarafgjöfum. Tengiltvinnbíllinn A3 e-tron frá Audi hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2104 og í mars mætir Audi Q7 e-tron tengiltvinnbíllinn til leiks. Árið 2018 verður svo hafist handa við framleiðslu á rafmagnsjepplingum í verksmiðju Audi í Brussel. Forsmekkurinn af slíkum hreinum rafmagnsbílum var sýndur fyrst á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra í formi Audi e-tron quattro concept. Hvað stærð varðar verða rafmagnsjepplingarnir staðstettir á milli Q5 og Q7 í vörusafni Audi AG. Þeir verða búnir þremur rafmagnsmótorum og afkastamiklum rafgeymi. Útlitið verður sportlegt og þeir munu bjóða upp á hámarks aksturseiginleika, um 500 kílómetra drægni og hraðhleðslu. Í verksmiðjunni í Brussel hyggst Audi einnig hefja framleiðsla á rafgeymum og mun hún því gegna lykilhlutverki í rafvæðingu hjá fyrirtækinu.Audi e-tron Quattro rafmagnsbíll.Audi A4 Allroad.
Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent