Blikarnir sækja að titlunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. september 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Íslandsmótin í Pepsi-deild karla- og kvenna geta hreinlega ráðist um helgina. FH í karlaflokki og Stjarnan í kvennaflokki verða komin með níu fingur á titilinn ef Breiðabliksliðin gera ekkert í málunum. Vonin er veik fyrir strákana en þeir gera lokasprettinn spennandi takist þeim að leggja FH að velli í Krikanum á sunnudaginn. Blikastelpurnar, aftur á móti, geta gert gott betur en að hleypa bara spennu í mótið með sigri. Eins og strákarnir fara þær í heimsókn til toppliðsins á útivelli en í boði fyrir Blikastúlkur er toppsætið og góður möguleiki á að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn.grafík/fréttablaðiðHalda mótinu á lífi FH er með sjö stiga forskot á toppnum í Pepsi-deild karla þegar fimm umferðir og fimmtán stig eru eftir í pottinum. Mestan möguleika á að ná meisturunum eiga Blikar sem eru í öðru sæti, en þeir geta minnkað forskotið niður í fjögur stig með sigri í Krikanum á sunnudaginn. Þegar liðin mættust síðast í Kópavogi vann FH 1-0 iðnaðarsigur með marki Emils Pálssonar. Sá sigur var svolítið lýsandi fyrir FH-liðið sem hefur varla komist úr þriðja gírnum í sumar en er samt að rusla upp mótinu. Frábær varnarleikur FH hefur unnið fyrir það sæg af leikjum og það sama má segja um Blikana. Líkt og í fyrri leiknum er ekki að búast við mörgum mörkum því þarna mætast tvö langbestu varnarlið deildarinnar. FH er aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í 17 leikjum og Blikarnir ekki nema fjórtán mörk í jafnmörgum leikjum. Það er svo varla á neinn hallað þegar fullyrt er að markverðir liðanna, Gunnar Nielsen og Gunnleifur Gunnleifsson, séu þeir bestu í deildinni. Breiðablik verður að vinna leikinn til að eygja áfram veika von um titilinn og líka bara til að halda mótinu á lífi. Þó að Valur vinni sinn leik verður FH með níu stiga forskot með sigri að minnsta kosti þegar tólf stig verða eftir í pottinum. Blikar þurfa nokkuð augljóslega að skora en það hefur verið akkilesarhæll liðsins. Það er aðeins búið að skora 22 mörk, jafnmörg og Víkingur sem er í sjöunda sæti.grafík/fréttablaðiðMarkalið en engin markasúpa Áður en kemur að stórleiknum hjá körlunum eiga stelpurnar sviðið á laugardaginn en klukkan 14.00 á Samsung-vellinum í Garðabæ hefst leikurinn sem getur hreinlega ráðið úrslitum í Pepsi-deild kvenna þegar Stjarnan tekur á móti Breiðabliki. Þetta eru tvö efstu liðin en Garðbæingar eru með tveggja stiga forskot á Blika þegar þrír leikir eru eftir. Breiðabliki dugar ekkert minna en sigur. Jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir Stjörnuna því hún á eftir leiki gegn KR og FH, mótherja sem liðið vann samtals 7-2 í fyrri umferðinni. Ef Stjarnan tapar bara ekki fyrir Breiðabliki verður leiðin að titlinum greið fyrir Garðbæinga. Blikar verða ekki alveg komnir með titilinn þó að þeir vinni og verði með eins stigs forskot því Kópavogsstúlkur eiga eftir snúinn útileik gegn Val í lokaumferðinni. Valskonur mættu í Kópavoginn og hirtu stig af Blikunum í níundu umferðinni. Stjarnan (38) og Breiðablik (32) eru liðin sem hafa skorað mest í deildinni (Valur einnig skorað 32). Þrátt fyrir það má ekki búast við neinum markaleik heldur frekar að þetta ráðist á einu marki eins og síðast. Því þó liðin skori duglega gegn flestum mótherjum sínum eru þetta liðin sem hafa fengið á sig langfæst mörkin til þessa. Stjarnan er búin að fá á sig aðeins tíu mörk í 15 leikjum en Blikar ekki nema sex mörk. Breiðablik fékk aðeins á sig fjögur mörk í fyrra og hefur því aðeins þurft að sækja boltann tíu sinnum í netið í síðustu 33 deildarleikjum. Þessi öfluga varnarlína þarf að hafa hemil á hinni óléttu Hörpu Þorsteinsdóttur sem mun örugglega spila síðasta leik sinn fyrir Stjörnuna í bili.Báðir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Íslandsmótin í Pepsi-deild karla- og kvenna geta hreinlega ráðist um helgina. FH í karlaflokki og Stjarnan í kvennaflokki verða komin með níu fingur á titilinn ef Breiðabliksliðin gera ekkert í málunum. Vonin er veik fyrir strákana en þeir gera lokasprettinn spennandi takist þeim að leggja FH að velli í Krikanum á sunnudaginn. Blikastelpurnar, aftur á móti, geta gert gott betur en að hleypa bara spennu í mótið með sigri. Eins og strákarnir fara þær í heimsókn til toppliðsins á útivelli en í boði fyrir Blikastúlkur er toppsætið og góður möguleiki á að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn.grafík/fréttablaðiðHalda mótinu á lífi FH er með sjö stiga forskot á toppnum í Pepsi-deild karla þegar fimm umferðir og fimmtán stig eru eftir í pottinum. Mestan möguleika á að ná meisturunum eiga Blikar sem eru í öðru sæti, en þeir geta minnkað forskotið niður í fjögur stig með sigri í Krikanum á sunnudaginn. Þegar liðin mættust síðast í Kópavogi vann FH 1-0 iðnaðarsigur með marki Emils Pálssonar. Sá sigur var svolítið lýsandi fyrir FH-liðið sem hefur varla komist úr þriðja gírnum í sumar en er samt að rusla upp mótinu. Frábær varnarleikur FH hefur unnið fyrir það sæg af leikjum og það sama má segja um Blikana. Líkt og í fyrri leiknum er ekki að búast við mörgum mörkum því þarna mætast tvö langbestu varnarlið deildarinnar. FH er aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í 17 leikjum og Blikarnir ekki nema fjórtán mörk í jafnmörgum leikjum. Það er svo varla á neinn hallað þegar fullyrt er að markverðir liðanna, Gunnar Nielsen og Gunnleifur Gunnleifsson, séu þeir bestu í deildinni. Breiðablik verður að vinna leikinn til að eygja áfram veika von um titilinn og líka bara til að halda mótinu á lífi. Þó að Valur vinni sinn leik verður FH með níu stiga forskot með sigri að minnsta kosti þegar tólf stig verða eftir í pottinum. Blikar þurfa nokkuð augljóslega að skora en það hefur verið akkilesarhæll liðsins. Það er aðeins búið að skora 22 mörk, jafnmörg og Víkingur sem er í sjöunda sæti.grafík/fréttablaðiðMarkalið en engin markasúpa Áður en kemur að stórleiknum hjá körlunum eiga stelpurnar sviðið á laugardaginn en klukkan 14.00 á Samsung-vellinum í Garðabæ hefst leikurinn sem getur hreinlega ráðið úrslitum í Pepsi-deild kvenna þegar Stjarnan tekur á móti Breiðabliki. Þetta eru tvö efstu liðin en Garðbæingar eru með tveggja stiga forskot á Blika þegar þrír leikir eru eftir. Breiðabliki dugar ekkert minna en sigur. Jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir Stjörnuna því hún á eftir leiki gegn KR og FH, mótherja sem liðið vann samtals 7-2 í fyrri umferðinni. Ef Stjarnan tapar bara ekki fyrir Breiðabliki verður leiðin að titlinum greið fyrir Garðbæinga. Blikar verða ekki alveg komnir með titilinn þó að þeir vinni og verði með eins stigs forskot því Kópavogsstúlkur eiga eftir snúinn útileik gegn Val í lokaumferðinni. Valskonur mættu í Kópavoginn og hirtu stig af Blikunum í níundu umferðinni. Stjarnan (38) og Breiðablik (32) eru liðin sem hafa skorað mest í deildinni (Valur einnig skorað 32). Þrátt fyrir það má ekki búast við neinum markaleik heldur frekar að þetta ráðist á einu marki eins og síðast. Því þó liðin skori duglega gegn flestum mótherjum sínum eru þetta liðin sem hafa fengið á sig langfæst mörkin til þessa. Stjarnan er búin að fá á sig aðeins tíu mörk í 15 leikjum en Blikar ekki nema sex mörk. Breiðablik fékk aðeins á sig fjögur mörk í fyrra og hefur því aðeins þurft að sækja boltann tíu sinnum í netið í síðustu 33 deildarleikjum. Þessi öfluga varnarlína þarf að hafa hemil á hinni óléttu Hörpu Þorsteinsdóttur sem mun örugglega spila síðasta leik sinn fyrir Stjörnuna í bili.Báðir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira