Réttir að hefjast um land allt Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 06:00 Sextíu réttir fara fram um helgina um allt land. Í mörgum þeirra er áhugasömum velkomið að koma og hjálpa til við að draga í dilka. Vísir/Valli „Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
„Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira