Líklega heimsmet miðað við höfðatölu Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2016 09:00 Poppprinsinn Justin Bieber er án nokkurs vafa einn allra vinsælasti tónlistarmaður sem heimsótt hefur landið. Vísir/Getty „Við erum í skýjunum með þetta, við gætum hreinlega ekki verið sáttari,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, en það er nánast uppselt á tvenna tónleika með Justin Bieber sem fram fara í Kórnum 8. og 9. september. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru tæplega 38.000 miðar seldir á tónleikana með poppprinsinum, en það þýðir að tæplega tólf prósent þjóðarinnar eru á leiðinni á þessa stærstu tónleika Íslandssögunnar. „Það er nokkuð ljóst að það verður uppselt á tónleikana á endanum, því það eru fáir miðar eftir. Þetta hlýtur að vera heimsmet í miðasölu miðað við höfðatölu,“ bætir Ísleifur við. Almenn miðasala á aukatónleika Justins Bieber hófst í gærmorgun og segir Ísleifur hana hafi gengið mjög vel. „Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í gærmorgun. Það er enginn sár lengur, allir sem vildu miða fengu miða og gátu keypt miða á því svæði sem þeir vildu,“ segir Ísleifur. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá Tix.is og þurftu kaupendur að bíða í röð í einhvern tíma en fengu þó miða. Fáir miðar voru eftir á aukatónleikana þegar blaðið fór í prentun. Miðar á fyrri tónleikana seldust upp á augabragði. Samstarfsmenn Justins Bieber vestanhafs gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að svo stór hluti þjóðarinnar ætlar að mæta á tónleika með stjörnunni. „Ég á eftir að tala við þá betur en þeim finnst þetta auðvitað frábært. Þeir gera sér fyllilega grein fyrir hlutfallinu.“ Samkvæmt grófum útreikningum, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum króna og tvennir þá rúmlega 600 milljónum króna.Mikil ábyrgð Ísleifur segir að nú taki við mikil og krefjandi skipulagsvinna. „Það fer gríðarlega mikil vinna í að skipuleggja svona stórtónleika og allt í kringum þá. Þetta er risastórt verkefni fyrir okkur. Við þurfum að skaffa ég veit ekki hvað marga bíla, bílstjóra, hótelherbergi, tæknimenn, hljóð, sviðs- og ljósabúnað og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur spenntur fyrir verkefninu. „Við erum að selja 38 þúsund miða og nú höfum við níu mánuði til að tryggja það að það verði staðið undir væntingum allra þessara gesta.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur Justin Bieber hingað til lands fjórum dögum fyrir fyrri tónleikana, til að æfa og undirbúa tónleikaferðina sína. Þá hefur Fréttablaðið einnig heimildir fyrir því að rúmlega 100 manns komi til landsins með stjörnunni. Þá mun einnig her af Íslendingum starfa í tengslum við tónleikana. „Ég get ekki sagt neitt um það hvenær þeir koma til landsins en það verður alla vega eitthvað að skaffa gæslu fyrir hann og allan hópinn og allt annað sem þeir þurfa á meðan á dvöl þeirra stendur. Það er mikil ábyrgð á okkur gagnvart þeim og 38 þúsund gestum.“ Ísleifur gerir ráð fyrir að tónleikar Justins Bieber og allt sem þeim tengist, eins og til dæmi samgöngur muni ganga enn betur í ár en þegar Justin Timberlake kom fram í Kórnum árið 2014. „Allt umferðarskipulag þá gekk í raun vonum framar enda búið að leggja út í mikla vinnu og kostnað við að skipuleggja þau mál, en það má alltaf gera enn betur og auðvitað lærum við af reynslunni. Við munum fínpússa ýmislegt núna."Íslensk upphitun? Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun upphitunaratriði tónleikanna verða innlent og þá er einnig möguleiki á að fleiri en eitt íslenskt nafn sjái um upphitun. „Það væri mjög gaman að geta gefið íslenskum tónlistarmönnum færi á að hita upp á þessum sögulega viðburði en eins og er liggur ekkert fyrir um það.“ Ísleifur gerir ráð fyrir að tónleikarnir í september verði á allan hátt umfangsmeiri en tónleikar Justins Timberlake, enda voru 16.000 manns á Timberlake tónleikunum, á meðan 19.000 manns verða á hvorum Bieber tónleikunum fyrir sig. „Þetta verða stærri tónleikar ef eitthvað er, sama hvernig á það er litið. Þeir eru búnir að panta meira og minna allan tæknibúnað sem til er í landinu fyrir tónleikana og koma þar að auki með mörg tonn af búnaði til landsins,“ segir Ísleifur. Þá er talið að fólk á vegum Justins Bieber sé væntanlegt hingað til lands á næstu vikum til þess að skoða aðstæður og leggja drög að undirbúningi fyrir tónleikana. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Sjá meira
„Við erum í skýjunum með þetta, við gætum hreinlega ekki verið sáttari,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, en það er nánast uppselt á tvenna tónleika með Justin Bieber sem fram fara í Kórnum 8. og 9. september. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru tæplega 38.000 miðar seldir á tónleikana með poppprinsinum, en það þýðir að tæplega tólf prósent þjóðarinnar eru á leiðinni á þessa stærstu tónleika Íslandssögunnar. „Það er nokkuð ljóst að það verður uppselt á tónleikana á endanum, því það eru fáir miðar eftir. Þetta hlýtur að vera heimsmet í miðasölu miðað við höfðatölu,“ bætir Ísleifur við. Almenn miðasala á aukatónleika Justins Bieber hófst í gærmorgun og segir Ísleifur hana hafi gengið mjög vel. „Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í gærmorgun. Það er enginn sár lengur, allir sem vildu miða fengu miða og gátu keypt miða á því svæði sem þeir vildu,“ segir Ísleifur. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá Tix.is og þurftu kaupendur að bíða í röð í einhvern tíma en fengu þó miða. Fáir miðar voru eftir á aukatónleikana þegar blaðið fór í prentun. Miðar á fyrri tónleikana seldust upp á augabragði. Samstarfsmenn Justins Bieber vestanhafs gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að svo stór hluti þjóðarinnar ætlar að mæta á tónleika með stjörnunni. „Ég á eftir að tala við þá betur en þeim finnst þetta auðvitað frábært. Þeir gera sér fyllilega grein fyrir hlutfallinu.“ Samkvæmt grófum útreikningum, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum króna og tvennir þá rúmlega 600 milljónum króna.Mikil ábyrgð Ísleifur segir að nú taki við mikil og krefjandi skipulagsvinna. „Það fer gríðarlega mikil vinna í að skipuleggja svona stórtónleika og allt í kringum þá. Þetta er risastórt verkefni fyrir okkur. Við þurfum að skaffa ég veit ekki hvað marga bíla, bílstjóra, hótelherbergi, tæknimenn, hljóð, sviðs- og ljósabúnað og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur spenntur fyrir verkefninu. „Við erum að selja 38 þúsund miða og nú höfum við níu mánuði til að tryggja það að það verði staðið undir væntingum allra þessara gesta.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur Justin Bieber hingað til lands fjórum dögum fyrir fyrri tónleikana, til að æfa og undirbúa tónleikaferðina sína. Þá hefur Fréttablaðið einnig heimildir fyrir því að rúmlega 100 manns komi til landsins með stjörnunni. Þá mun einnig her af Íslendingum starfa í tengslum við tónleikana. „Ég get ekki sagt neitt um það hvenær þeir koma til landsins en það verður alla vega eitthvað að skaffa gæslu fyrir hann og allan hópinn og allt annað sem þeir þurfa á meðan á dvöl þeirra stendur. Það er mikil ábyrgð á okkur gagnvart þeim og 38 þúsund gestum.“ Ísleifur gerir ráð fyrir að tónleikar Justins Bieber og allt sem þeim tengist, eins og til dæmi samgöngur muni ganga enn betur í ár en þegar Justin Timberlake kom fram í Kórnum árið 2014. „Allt umferðarskipulag þá gekk í raun vonum framar enda búið að leggja út í mikla vinnu og kostnað við að skipuleggja þau mál, en það má alltaf gera enn betur og auðvitað lærum við af reynslunni. Við munum fínpússa ýmislegt núna."Íslensk upphitun? Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun upphitunaratriði tónleikanna verða innlent og þá er einnig möguleiki á að fleiri en eitt íslenskt nafn sjái um upphitun. „Það væri mjög gaman að geta gefið íslenskum tónlistarmönnum færi á að hita upp á þessum sögulega viðburði en eins og er liggur ekkert fyrir um það.“ Ísleifur gerir ráð fyrir að tónleikarnir í september verði á allan hátt umfangsmeiri en tónleikar Justins Timberlake, enda voru 16.000 manns á Timberlake tónleikunum, á meðan 19.000 manns verða á hvorum Bieber tónleikunum fyrir sig. „Þetta verða stærri tónleikar ef eitthvað er, sama hvernig á það er litið. Þeir eru búnir að panta meira og minna allan tæknibúnað sem til er í landinu fyrir tónleikana og koma þar að auki með mörg tonn af búnaði til landsins,“ segir Ísleifur. Þá er talið að fólk á vegum Justins Bieber sé væntanlegt hingað til lands á næstu vikum til þess að skoða aðstæður og leggja drög að undirbúningi fyrir tónleikana.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Sjá meira