Miðarnir á Bieber gætu klárast í dag: "Við erum bara í skýjunum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2016 13:25 Justin Bieber mun gera allt vitlaust hér á landi. vísir/getty „Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í morgun,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu, en miðasala á aukatónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í morgun. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá tix.is. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600. „Röðin gekk ótrúlega vel og við náðum að sinna öllum sem vildu miða. Nú þegar er orðið uppselt í stúku og það er alveg á hreinu að það verður uppselt á þessa tónleika, það er alveg öruggt,“ segir Ísleifur sem bætir við að aðeins sé spurning hvenær miðarnir klárist. „Ég gæti vel trúað að það verði orðið uppselt í lok dags, það eru það fáir miðar eftir. Það er alltaf gaman að selja upp á tónleika en okkur leið ekki nægilega vel eftir fyrri miðasöluna. Það er virkilega góð tilfinning að ná að svara algjörlega eftirspurninni. Loksins fær fólk tækifæri til að kaupa miða í rólegheitunum. Við erum bara í skýjunum.“ Ísleifur sagði í samtali við Vísi í morgun að tónleikarnir væru sögulegir og rammi algerlega upp á nýtt hvað hægt sé að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mætir fólk á vegum Justin Bieber til landsins strax í febrúar til að skoða aðstæður og hefja undirbúning. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45 Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
„Við einfaldlega gætum ekki verið glaðari með hvernig til tókst í morgun,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu, en miðasala á aukatónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í morgun. Það var greinilega mikill skjálfti í Íslendingum þegar hleypt var inn í stafræna röð hjá tix.is. Miðar á fyrri tónleika hans seldust upp á augabragði. Nú eru aðeins örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Gróft reiknað, miðað við fjölda miða og verð þeirra, velta einir tónleikar rúmlega 300 milljónum og tvennir þá rúmlega 600. „Röðin gekk ótrúlega vel og við náðum að sinna öllum sem vildu miða. Nú þegar er orðið uppselt í stúku og það er alveg á hreinu að það verður uppselt á þessa tónleika, það er alveg öruggt,“ segir Ísleifur sem bætir við að aðeins sé spurning hvenær miðarnir klárist. „Ég gæti vel trúað að það verði orðið uppselt í lok dags, það eru það fáir miðar eftir. Það er alltaf gaman að selja upp á tónleika en okkur leið ekki nægilega vel eftir fyrri miðasöluna. Það er virkilega góð tilfinning að ná að svara algjörlega eftirspurninni. Loksins fær fólk tækifæri til að kaupa miða í rólegheitunum. Við erum bara í skýjunum.“ Ísleifur sagði í samtali við Vísi í morgun að tónleikarnir væru sögulegir og rammi algerlega upp á nýtt hvað hægt sé að gera á Íslandi. „Nýjar upplýsingar fyrir alla að það sé hægt selja 40 þúsund miða á eina tónleika. Enginn tónleikahaldari á Íslandi hefur látið sér detta í hug að það sé hægt. Þetta eru 12. prósent þjóðarinnar. Þetta er alveg örugglega heimsmet.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mætir fólk á vegum Justin Bieber til landsins strax í febrúar til að skoða aðstæður og hefja undirbúning.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45 Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Tónleikar Biebers velta rúmlega 600 milljónum Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari segir Bieber-æðið á Íslandi af stjarnfræðilegri stærðargráðu. 8. janúar 2016 09:45
Miðasalan á Justin Bieber hafin Miðasalan á aukatónleika Justin Bieber er hafin og hefur verið hleypt inn í stafræna röð í gegnum miðasölukerfi Tix.is. Tónleikarnir fara fram þann 8. september 8. janúar 2016 10:00