Æfingin skapar meistarann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. janúar 2016 07:00 Ég ætla að segja ykkur sögu. Sögu af sex ára stelpu sem ég þjálfa í körfubolta. Þessi stelpa er gangandi sönnun þess að æfingin skapar meistarann og að þolinmæði þrautir vinnur allar. Þessi sex ára stelpa varð þess valdandi að ég fylltist svo miklu stolti að ég tognaði næstum því í bakinu því ég fékk svo mikla gæsahúð. Þessi stelpa byrjaði að æfa körfubolta í byrjun september og varð strax mjög áhugasöm, enda keppnismanneskja mikil, þrátt fyrir ungan aldur. En hún átti í vandræðum með að drífa upp í körfuna. Hún var ótrúlega dugleg í öllu öðru sem körfubolti gengur út á; að spila vörn, að senda boltann á liðsfélaga og að dripla boltanum. En henni gekk illa að drífa upp í körfuna. Hún hafði æft í þrjá mánuði og ekki enn hitt í körfuna. En alltaf mætti hún á æfingar, dugleg og glöð. Tilbúin að leggja á sig. Og svo gerðist það einn daginn. Við vorum að undirbúa okkur fyrir æfingu dagsins og hún var að leika sér að skjóta, áður en fjörið hófst með formlegum hætti. Hún henti boltanum að körfunni og hann fór beint ofan í. Ósvikin gleðin gerði vart um sig í augum hennar og hún hljóp til okkar þjálfaranna og tilkynnti okkur þetta samviskusamlega. Svo glöð og svo stolt. Svo hélt hún áfram að skjóta og hún gat hreinlega ekki hætt að hitta alla æfinguna. Alls náði hún að hitta 29 sinnum þessa æfingu. Og hún gekk í burtu sigri hrósandi. Hafandi unnið fyrir þessu, lagt sig alla fram og uppskorið eftir allt erfiðið. Ég held að það séu fáar lexíur sem taka svona sigrum fram. Bæði fyrir börn og fullorðna. Ég mun líklega aldrei gleyma þessari æfingu. Og vonandi ekki stúlkan heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun
Ég ætla að segja ykkur sögu. Sögu af sex ára stelpu sem ég þjálfa í körfubolta. Þessi stelpa er gangandi sönnun þess að æfingin skapar meistarann og að þolinmæði þrautir vinnur allar. Þessi sex ára stelpa varð þess valdandi að ég fylltist svo miklu stolti að ég tognaði næstum því í bakinu því ég fékk svo mikla gæsahúð. Þessi stelpa byrjaði að æfa körfubolta í byrjun september og varð strax mjög áhugasöm, enda keppnismanneskja mikil, þrátt fyrir ungan aldur. En hún átti í vandræðum með að drífa upp í körfuna. Hún var ótrúlega dugleg í öllu öðru sem körfubolti gengur út á; að spila vörn, að senda boltann á liðsfélaga og að dripla boltanum. En henni gekk illa að drífa upp í körfuna. Hún hafði æft í þrjá mánuði og ekki enn hitt í körfuna. En alltaf mætti hún á æfingar, dugleg og glöð. Tilbúin að leggja á sig. Og svo gerðist það einn daginn. Við vorum að undirbúa okkur fyrir æfingu dagsins og hún var að leika sér að skjóta, áður en fjörið hófst með formlegum hætti. Hún henti boltanum að körfunni og hann fór beint ofan í. Ósvikin gleðin gerði vart um sig í augum hennar og hún hljóp til okkar þjálfaranna og tilkynnti okkur þetta samviskusamlega. Svo glöð og svo stolt. Svo hélt hún áfram að skjóta og hún gat hreinlega ekki hætt að hitta alla æfinguna. Alls náði hún að hitta 29 sinnum þessa æfingu. Og hún gekk í burtu sigri hrósandi. Hafandi unnið fyrir þessu, lagt sig alla fram og uppskorið eftir allt erfiðið. Ég held að það séu fáar lexíur sem taka svona sigrum fram. Bæði fyrir börn og fullorðna. Ég mun líklega aldrei gleyma þessari æfingu. Og vonandi ekki stúlkan heldur.